Ég er alltaf smátt og smátt að bæta við inní herbergin hjá strákunum mínum,
þeir eru báðir alveg sjúkir í ofurhetjur,

Á snappinu í dag sýndi ég smá frá herbergjunum þeirra,  og settist síðan í tölvuna og fór að prenta út myndir og annað til að setja inní herbergin þeirra,

Sá eldri er með svona Kallax hillu einingur inni hjá sér, ég skellti fótum á hana og svo er hann með svört box undir allt dótið sitt sem passar akkurat í hólfin.
Ég hef lengi verið að spá í hvort ég ætti að panta svona svipuð box frá útlöndum, þannig að hann gæti fengið með mynd af t.d batman eða captain america,
En hef samt alveg eitthvað verið að tíma því, ég fann svo á pinterest batman merki í fullkomnri stærð og ákvað að prufa að prenta það út og nota bara kennara tyggjó til að festa það við kassana

The-Batman-Logo-a4
photo_2017-02-07_14-09-15

Ég skellti bara inn litum í þetta batman merki og prentaði út, og ég er rosalega sátt með útkomuna hjá eldri stráknum 🙂
Hér er hægt að nálgast Batman merkið

Fyrir svolitlu síðan sá ég annað hvort á google eða á pinterest allskonar svona ”quotes” með avengers köllum á
En það var allt á ensku, þannig að ég ákvað að þýða það yfir á íslensku og prentaði út fyrir eldri guttan.

Ég googlaði bara ”Avengers Quotes”

En svo á Adrían máni superman rúmföt sem ég fékk slatta af spurningum um á snappinu og þau eru úr rúmfatalagernum, og hann hreinlega elskar þau,
ég er alltaf að leita af fleirri svona ofurhetju rúmfötum, en hef ekki enn fundið nein sem mig langar að kaupa
Hér er linkur af rúmfötunum

Ég fékk einnig spurningar um stafina sem ég er með inní herberginu þeirra, en þá keypti ég í svokallaðri ”kínabúð” á spáni á bara skít og kanil!
Veit ekki hvar er hægt að fá svona stafi hér á íslandi.

IMG_4100

Þessa skó fékk Adrían frá bróðir mínum og kærustunni hans, og þetta eru ”fyrstu” skórnir hans 🙂
þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og geymi ég þá eins og fjársjóð.!
Hann fékk líka smekk með sem er líka vel geymdur !

En þessir skór eru frá Vagg og Velta  

Og krítarmálinguna keyptum við í Byko 🙂 þetta er þó ekki þessi klassíska krítarmálning,
hann blandaði þessa fyrir okkur, þetta er bara svartur litur með eitthverju efni í, kostaði mun minna heldur en þessi klassíska krítarmálning sem kostar að mig minnir 5000kr fyrir 1/2 líter.

Núna er það herbergi yngri stráksins.

IMG_4111
IMG_4117

 Borðann og kúlurnar fékk ég í söstrene grene á eitthvað klink 🙂

IMG_4108

 Þennan myndaramma fékk hann frá ömmu sinni og afa á spáni, ég hef ennþá ekki fundið neina mynd til að setja í hann, en fer vonandi að fara að koma því í lag.

IMG_4107

Ég var buin að sjá svona myndir útum allt, allir voru snældu vitlausir í þetta, enda ekki skrýtið mér finnst þetta alveg geðveikt flott,
Ég týmdi þó ekki nokkrum þúsundköllum í eitthvað sem ég gat alveg gert sjálf, og græjaði þessa mynd sjálf og er bara nokkuð sátt með hana 🙂

IMG_4106

 Hér eru alveg eins stafir og eru inni hjá Adríani, en eins og ég sagði hér fyrir ofan þá eru þeir úr kínabúð á spáni 🙂

IMG_4105

Yngri strákurinn fékk Steinar Waage skó sem fyrstu skónna, og ég elska þá, og mun klárlega kaupa þá aftur ef ég eitthverntíman í framtíðinni eignast barn!
En þeir endust endalaust og hann notaði þá frá því að hann fór að labba til 2 ára aldurs 🙂

Ég er tveggja barna móðir, Ég er einkaþjálfari og sjúkraliðanemi, mín helstu áhugamál eru hreyfing, ljósmyndun og eldamennska !