Hver er ekki til í þennan meistaramánuð?
Ég er svo sjúklega peppuð í þetta !
Ég setti mér nokkur markmið, engir öfgar svosem, en markmið sem ég ætla mér að ná!

Hér getur ÞÚ skráð þig í meistaramánuðinn!

Ég bloggaði smá um mín markmið á einkaþjálfara síðunni minni, og mig langar að deila þeim með ykkur hér líka,
ég segi markmiðin mín og afhverju ég valdi þessi markmið!

Hér eru mín markmið.

– Læra að borða hafragraut
– Æfa allavega 3x i viku í ræktinni og 2x í viku heima
– Vera duglegri að muna eftir vatninu
– Fara oftar út að hlaupa
– Elda hollari og fjölbreyttari mat
– Borða fisk allavega 2x i viku.
– Missa minnst 2 kíló í Febrúar

Afhverju valdi ég mér þessi markmið?
Einfaldlega því að mér þykir hafragrautur viðbjóður, en hann er svo góður fyrir líkaman,
Og ég ætla að læra að borða hann, og þar afleiðandi get eg gefið strákunum mínum hann líka.

Ég er buin að vera óttarlega löt í ræktinni uppá síðkastið, en hef þó tekið frekar heimaæfingar,
En ég fæ miklu meira útur því ef ég fer í ræktina og æfi,
ég vil hreyfa mig 5x í viku, og því er fínt að skipta þessu uppí 3 daga í ræktinni og taka vel á því þá, og svo 2 daga heima og taka þá kannski aðeins minna á því heima.

Vera duglegri í vatninu, þessi vani er allur að koma, ég drekk nú yfirleitt bara vatn,
en maður fær samt líka stundum leið á því, og er ég einmitt á því tímabili núna!

Fara út að hlaupa, ég elska að hlaupa, og mér líður mun betur þegar ég er buin að fara út að hlaupa, oftast næ ég að plana flest allt og hugsa vel þegar ég fer út að hlaupa, bara ég og náttúran.

Ég var svo rosalega dugleg að finna uppskriftir á pinterest og þýða þær yfir á íslensku,
en undafarnar vikur hef ég alltaf haft það sama í matinn, og ég er komin með leið á þvi

Eldri strákurinn minn er ekki mikið fyrir kjöt, og þegar ég er með td kjukling þá borðar hann aðalega bara meðlætið, En hinsvegar elskar hann fisk, og þegar það er fiskur þá borðar hann 2-3 diska af fisk !

Langar að missa 2 kíló, bara afþví bara!

eins og ég segi, þetta eru alls engir öfgar, en þetta eru allt markmið sem hjálpa mér að ná mínu stóra markmiði sem ég stefni á að ná í desember !

Ég skora á þig kæri lesandi að skrá þig í meistaramánuð, og deila með okkur hver þín markmið eru, !

 

 

 

Ég er tveggja barna móðir, Ég er einkaþjálfari og sjúkraliðanemi, mín helstu áhugamál eru hreyfing, ljósmyndun og eldamennska !