Bardagi við hugan

Já hausinn á okkur er magnað fyrirbæri

Óutreiknanlegt

Þetta byrjaði á mjög ungum aldri, slæmar hugsanir.

Þegar ég var í 5.bekk held eg þa voru þetta hugsanir á borði við “ég er ekki nógu grönn” “ég er ekki nógu klár”

Þetta versnaði með aldrinum, unglingsárin eru flókin ár, hormónar og svona en það átti ekki að vera svona erfitt.

Einelti

Einelti er allt of algengt.

Èg var mikið inna þessum síðum þar sem hægt var að senda nafnlaust. 

“Dreptu þig”

” Ástu heila fjölskyldu og dastu á pönnu þegar þú fæddist”

” Oj hvað þú ert ógeðsleg”

”dreptu þig það verða allir fegin að losna við þig sérstaklega foreldrar þínir”

Svona skilaboð nær daglega, ég gat auðveldlega bara lokað tölvunni og lokað a síðuna en það voru þessu jákvæðu skilaboð sem komu inna milli sem eitthvervegin héldu mer inna. Hvað gerist þegar manneskja fær svona skilaboð daglega i marga mánuði? Jú eg reyndi.

Brunað með mig uppá spítala og dælt úr mér.

Áfengi gaf mer sjálfstraust. Brotna litla feimna Fía var ekki lengur til staðar eftir fyrsta sopann. Eg sóttist rosalega í það. Unglingsárin min voru rosa mikið bara djamm um helgar og sjálfskaða á milli. Þetta var ekkert líf en mig langaði að finna eitthvað annað heldur en þessar hugsanir i hausnum á mer.

23.mai 2015 lést stjúpabbi minn sem var mer eins og pabbi úr krabbameini. Hausinn á mér aðeins 16 ára gömul sagði að það hafi verið mér að kenna. Þetta var rosalega erfiður tími.

9.desember 2015 byrjaði eg og makinn minn saman

25.desember 2015 lentum við i bílslysi a reykjanesbrautinni og sambandið for mjög hratt af stað.

Tæpum 6 mánuðum seinna varð eg ólétt og var aðeins búin að vera edrú í mánuð. 

“Shit eg þarf að díla við hugsanirnar mínar edrú”

Meðgangan var rosalega erfið andlega og mikið annað i gangi.

Það tók mig 6 mánuði að tengjast dóttir minni. Ég var lítið spennt.

Èg hafði enga stjórn á mínu lífi, vondar hugsanir gerðu það. Makinn minn þurfti að hlusta á þetta allt saman og endalaust af rifrildum.

Sumarið í fyrra þá keyrði ég mér út i vinnu, var aðalega að vinna frá seinni part dags til nætur og rústaði það andlegu hliðinni minni. Ég kyssti makann minn og barnið mitt bless, var komin með nóg þau áttu betra skilið. Maðurinn minn rauk a eftir mér og tók allt af baðinu sem eg gæti notað og hringdi i mömmu mina og ömmu. Eg neitaði að fá eitthverja hjálp.

Ég reyndi mitt besta í að fela líðan og loka á þessar hugsanir i marga mánuði. Ekkert gekk. Endalaust vesen og áföll gerðust. 

Í enda desember 2018 reyndi eg aftur. Hausinn á mér var búin að segja við mig að ég væri búin að mistakast sem móðir, kærasta, dóttir, systir, barnabarn og ætti ekkert jákvætt eftir í mínu lífi. Maðurinn minn var sofandi og barnið hja ömmu sinni og afa. Eg fann eitthverjar töflur og tók þær allar. Eg veit enn ekki í dag hvaða töflur þetta voru og mig langar ekki að vita það. Eg beið eftir að eg myndi sofna og fara en eg sofnaði ekkert. Maðurinn minn vaknar 7 og eg enþa vakandi og orðin hrædd. Sagði honum hvað eg væri búin að gera og hann þorði ekki að víkja frá mér ekki einu sinni til að fara á klósettið. Hann vakti yfir mer og passaði rosalega vel uppá mig.

Eftir þetta tók eg slæma ákvörðun og fór svo og gerði eitthvað í mínum málum og viðurkenndi vandan minn. Ákvað að verða edrú og þiggja leiðsögn og hjálp.

Síðan þá eða þessa tæpa 8 mánuði er eg rosalega mikið búin að vinna í sjálfri mer og gengið vel. 

Lífið hættir ekkert að gerast og eru vandamál og áföll búin að koma en eg díla við það á heilbrigðan hátt í dag. Hausinn á mér kemur alveg oft enþa með vondar hugsanir og mer liður alveg illa líka en hugsanirnar fá ekki að stjórna lífinu mínu lengur!

Ég á alveg langt i land en eg er þolinmóð. Eftir mörg ár af hatri og vondum hugsunum tekur meira en tæpa 8 mánuði að læra að elska sjálfan sig. 

Við eigum bara eitt líf!

Reynum að njóta þess ❤️

Þangað til næst

– Fía ❤️