• Halló halló!

  Mig langar að deila með ykkur hvernig eg næ að fúnkera daginn með mína sjúkdóma. En eg hef verið með þunglyndi og kvíða alveg síðan eg man eftir mer. Er lika með aðra sjúkdóma en ætla ekki að ræða þa her.

  Mín fyrsta minning af sjálfshatri er i 4.bekk, strax a ungum aldri að byrja að brjóta sjálfan mig niður, miða minn líkama við aðra alveg sama hvar. Þetta auðvitað var verra með tímanum og fann eg mer mínar leiðir til að deyfa og fela. Gríman var minn besti vinur.

  Undafarna mánuði hef eg verið að vinna mikið i sjálfri mer andlega og náð góðum árangri þó eg segi sjálf frá. Dagar eru auðvitað misjafnir og lifið gerist en her að neðan eru hlutir sem eg reyni að gera daglega til að fúnkera og reyna mitt besta að líða sem best.

   

  1. Morgunmatur

  Að fa mer góðan og hollan morgunmat setur lykilinn að deginum hja mer. Eg fæ mer alltaf þrennuna

  2. Hugleiða

  ég mætti alveg vera duglegri að þvi! En þegar eg næ góðri hugleiðslu og 0 stilli heilann gerir kraftarverk! Hausin á mèr getur verið mjög duglegur að koma með ranghugsanir og niðurbrot, virkar lika vel ef eg finn fyrir extra miklum kvíða.

  3. Hreyfing

  Með hreyfingu er eg ekki að tala um að fara bara i ræktina. Það hentar alls ekkert öllum þó það henti mer. Hreyfing getur verið allt frá þvi að taka massíva æfingu i ræktinni eða bara fara ut að labba i rólegheitunum en mer liður undantekningarlaust alltaf betur eftir hreyfingu.

  4. Minn tími

  Að gefa sér tíma fyrir sjálfan mig. Hvort sem það er bara að setja a mig maska eða fara í góða sturtu.

  5. Leyfa mèr að líða illa

  Já mer finnst mjög mikilvægt að leyfa mer að líða illa stundum í hófi. Sèrstaklega núna þvi það er alveg margt i gangi i lífinu mínu og erfiðir tímar. Skal koma með eitt dæmi 

  – Èg var á konukvöldi nuna seinasta mánudag, þegar þvi var að ljúka fèkk eg allt í einu kvíðahnút í magan og langaði að gráta. Èg áttaði mig svo alveg a þvi afhverju eg þurfti að gráta og setti á tónlist í bílnum og grèt alla leiðinni heim. Enda þegar eg var komin heim þa leið mer betur eftirá. Því eg leyfði tilfinningunum að koma, það gerir ekkert gott að byrgja hlutina inni sér. Tjáning er lika lykilatriði, ef þer liður illa tjáðu þig þá, hringdu i vin/vinkonu eða skrifaðu það niður a blað.

   

   

  Þetta eru helstu hlutirnir sem mer dettur i hug og eru þetta aðalatriðin sem hjálpa mer daglega. Eg deili þessu með ykkur þvi kannski nær þetta að hjálpa einhverjum ❤️❤️

  Það tekur tíma að læra að elska sjálfan sig eftir mörg mörg ár af hatri, slæmum orðum og viðbjóði. Líf þar sem maður horfir a sjálfan sig i spegli og langar að æla af viðbjóði er ekkert líf.

  ÈG ER MINN VERSTI ÓVINUR!

  Það getur engin breytt þessu nema eg sjálf!

   

  Þangað til næst ❤️