Ætla að deila með ykkur minni sögu, hún er frekar stutt finnst mér allavega en ég var gengin slétt 10 daga framyfir og tók test og það blússuðu 2 rauðar línur!       

Fyrsta hugsun var gleði og stutt eftir það kom kvíði enda var ég bara 17 ára. Kærastinn minn var að vinna og ég gat ekki beðið með að segja honum svo ég sendi myndina til hans á facebook. Hann var mjööööög anægður! Táraðist af gleði.

 

Ég var með ógleði, svima, tittring í öllum líkamanum og massívan hausverk fyrstu vikurnar en bara á meðan ég var að vinna uppá flugvelli svo ég vil meina að það hafi verið stresstengt.

Annars gekk meðgangan mjög vel líkamnlega, fékk verki í bakið í 2 vikur sem voru svo sterkir að ég ældi og svaf nánast ekki neitt á meðan og svo bara á 18 ára afmælisdeginum mínum þá hvurfu þeir og komu ekki aftur.

12.vikna sónarinn

12.vikna sónarinnÉg var alltaf með rosalega netta bumbu, á þessari mynd er ég komin tæpar 26.vikur

Arnar var alltaf jafn spenntur og æðislegur. Þarna er ég komin 28.vikur á leið

Þarna var ég komin slétt 40.vikur! og prinsessan ekkert að fara láta sjá sig

 

 

Við fórum um 1 leitið 13.mars að láta hreyfa við belgnum, 3 tímum seinna var ég komin af stað. Hríðarnar urðu sterkari en það leið aldrei minna en 10 min á milli. Morguninn 14.mars hringi ég og það var boðið mér að koma í tjékk og auðvitað var ég komin með 5 í útvíkkun og var lögð inná fæðingnardeild í Keflavík, vorum komin þangað 10 um morguninn.

um 6 leytið var tjekkað á mér og var ég búin að vera föst í 7 í útvíkkun í 4 tíma þá var ég send í bæinn til að fá mænudeyfingu. Ljósmóðirinni leist ekkert á mig og mældi mig og var eg komin með 39,5 stiga hita takk fyrir pent! Ég fékk svo mikla beinverki að þegar læknirinn var að merkja með penna fyrir mænudeyfinguna þá kipptist ég upp af sársauka. Mamma mín var komin á staðinn og hún og Arnar þurftu að righalda mér niðri þegar ég var að fá mænudeyfinguna, ég man hvað ég var aum i öxlunum eftir á. Tíminn leið og ekkert að frétta nema jú ég fékk eitthvað blóðsykursfall og ældi og ældi. Það var alveg að koma tími á að senda mig í keisara. Ég man að ég leit á sekunduvísirinn og um leið og klukkan sló að miðnætti og þá komin 15.mars þá missti ég vatnið. Stuttu síðar fékk ég tilfininngu eins og ég þurfti að kúka en þá var ég komin með 10 í útvíkkun og mátti byrja að rembast. Hálftíma og 5 rembingum síðan þá mætir lítil, falleg og heilbrigð prinsessa á svæðið. Hamingjan sem kom og þreytan strax á eftir. Úff þetta var svakalegt!

Kröftug stelpa, alveg glæný og fyrsta myndin af okkur mæðgum saman <3


 

Það þurfti hinsvegar að fylgjast extra vel með henni fyrsta sólarhringinn þar sem ég var með hita en allt blessaðist og fórum við heim 4 dögum síðar.

Langar að bæta við að afi hennar (pabbi minn) á afmæli 13.mars, Pabbi hennar 14.mars og svo hún 15.mars. Ég vil meina að hún hafi verið að bíða eftir sínum eigin afmælsidegi 😉

 

Þangað til næst! 😀

 

Getið fylgst með mér hér!  

Instagram- fiulius98