Halló, halló, halló!

Ég er kölluð Fía og er nýr bloggari hjá komfort.is! Ég er mjög spennt að byrja þetta ferðalag með æðislegum stelpum!

smá um mig!

Ég heiti Ólafía en er kölluð Fía af öllum, ég verð 21 árs í nóvember og er því fædd 1998.

Ég á mann og erum við búin að vera saman síðan í desember 2015 og eigum við saman hana Adríönu Nótt sem er fædd í mars 2017 og er hún algjör æðibiti! (kallinn er svosem ágætur líka hahah) nei djók hann er æði líka og er ég mjög þakklát fyrir hann.

sjáiði hvað hún er falleg!


Við erum búsett í Hafnarfirði og líður mér langbest þar, öll fjölskyldan mín býr þar og þekki ég mig best hér.
Ég stunda nám við tækniskólann á hársnyrtibraut og var ég að byrja á 3.önn bara í gær! Ég ákvað að hefja þetta nám eftir að ég var að prufa að lita hárið á kallinum þegar hann spyr ” Afhverju læriru þetta ekki?” mér fannst það góð hugmynd og skráði mig í námið! hársnyrtirinn er eitt af því mörgu sem mig langar að læra en mig langar meðal annars líka að læra sálfræðinginn/geðlæknirinn, einkaþjálfarann (sem er planið eftir þetta nám), bakarann, förðunarfræðinginn og ráðgjafaskólann hjá SÁÁ! Ég hugsa að ég verði bara í skóla þangað til ég fer á elliheimili haha!

Það sem er grunnurinn á því að mér líður vel andlega og líkamnlega er hreyfing, jafnvægi í mataræði og sjálfsvinna. Ekki misskilja við erum öll mannleg og eigum mismunandi daga og það er allt í lagi að líða ekki vel líka <3

 

Það er mikið sem mig langar að blogga um og deila því hér með ykkur, bæði erfiðum hlutum og góðum hlutum, ráðum við andleg veikindi, jakvæð líkamsmynd er verkefni sem ég vinn í alla daga.

 

 

Hlakka til að deila með ykkur!

Þangað til næst

 

 

 

 

instagram – fiulius98