Í þessari grein mun ég fjalla um erfiðleika þess að lifa með svefnröskunina Insomniu en hún hefur verið til staðar í mínu lífi síðustu tvö ár. Í mínu tilfelli er um að ræða væga svefnröskun sem kemur af og til.

Hvað er Insomnia og hvernig lýsir hún sér?

Insomnia er týpa af svefnröskun sem veldur meðal annars svefnleysi, þreytu yfir daginn, streitu og vanlíðan. Það sem ýtir undir svefnröskunina er til dæmis þunglyndi, kvíði, stress og áföll. Insomnia veldur almennt vanlíðan í lífi fólks og hefur mikil áhrif á dagleg verkefni þeirra sem lifa með svefnröskunum.

Hvers vegna þykir mér erfitt að tala um þetta opinskátt?

Svarið er að vísu einfalt við þessari spurningu en ég einfaldlega hálf skammast mín fyrir þennan kvilla sem fylgir mér og minni líðan. Mér þykir það strembið að útskýra fyrir fólki þegar þessi umræða kemur upp og finn fyrir einsemd og skort á skilning frá mjög mörgum, enda ekki allir sem þekkja þessa röskun eins vel og þeir sem þurfa að lifa með henni. Með litlum skilning og skort á tilitssemi dregur það úr löngun minni að tala um þetta við aðra í kringum mig.

Hvernig getur þú skilið svefnröskunina betur og kynnt þér hana?

Stutt viðtal


https://www.sleepfoundation.org/insomnia/what-insomniaÉg vil þakka öllum þeim sem lásu þessa færslu og tímann sem var gefinn í að lesa

Íris

Leave a Reply

Your email address will not be published.