Nú fer að líða að sumarfríin fari að byrja og sumir farnir í frí.
mér finnst alltaf gott að vera búin að skipurleggja sumarfríið mitt aðeins áður en það byrjar og þá sérstaklega hvað ég vil gera með fjölskyldu minni og reyni að hafa nóg að gera fyrir strákinn minn þó inná milli þá þá höfum við það rólegt inná milli.


Sumarið líður alltof fljótt og því um að gera að halda vel á spöðunum til að ná að hlaða batteríin fyrir veturinn, njóta íslenskrar náttúru, bæði í sól og rigningu.
en hér eru nokkrar hugmyndir sem er hægt að hafa gaman af.

#1. Strætóferð
Óvissuferð með Strætó. Börnum finnst merkilega skemmtilegt að ferðast með strætó. Bjóðið þeim í óvissuferð og stigið upp í næsta vagn. Þið endið á forvitnilegum stað, það er pottþétt.

#2. Náttúrufjör
Farið út með bók um íslensk blóm og rannsaka íslenska náttúru aðeins. Hvað heita blómin í kringum okkur? Svo má jafnvel safna þeim, þurrka og nota í föndur.

#3. Litríkir pinnar
Hvernig væri að búa til litríka og fallega íspinna til að gæða sér á? Möguleikarnir eru endalausir.

#4. Fjarsjóðsleit
Skoraðu á krakkana í fjársjóðsleit, og láttu þau leita að munum, hlutum eða dýrum í nágrenninu. Svo má náttúrulega fela bókstaflegan fjársjóð á góðum stað. Eins drasl er annars gersemi.

#5. Eldið annars staðar en heima
Grillið á kolum. Grillaðstöðu fyrir kolagrill má finna víða. Þangað mætti t.d. stefna fólki í eftirréttinn;  grillaða banana, rababara eða sykurpúða. Og taka nokkra leiki á eftir.

#6. Ef rignir
Ef það rignir er æðislegt að púsla. Ef þið eigið ekki púsl þá kannið stöðuna á bókasöfnunum, þau eiga mörg hver púsl og spil.

#7. Handa – og fóta málverk
Börn elska að fá að leika sér með liti, fá að mála og teikna. En oft er gert mikið af því heima fyrir og í leikskóla/skóla hjá krökkunum. En því er um að gera að brjóta aðeins upp á og leyfa þeim að gera einhvað öðruvísi. Fá að mála á sér lófana eða iljarnar og stimpla á blað, striga eða jafnvel einhvern annan hlut sem að þú hafðir í huga.

#8. Baka
Ég geri mér grein fyrir því að það kallar á að maður verði að eiga allskonar til þess að geta bakað. En ef maður á allt til í að baka einhvað einfallt og gott fyrir ykkur og börnin að þá getur verið gaman að leyfa þeim að vera með í bakstrinum.

#9. Tjalda inni
Sennilega elsta hugmyndinn í bókinni, en vá í minningunni var þetta svo ótrúlega gaman sem barn. Að umturna öllu í stofunni til þess að búa til risa tjald, leggja teppi á gólfin, ná í vasaljós og lesa bók eða bara spjalla saman inn í ‘tjaldinu’ – Ég vil hvetja alla foreldra til þess að taka þátt í þessu með börnunum sínum, alveg sama hversu gamalt barnið er – svo lengi sem að barnið vill það.

#10. Vatns­blöðru stríð
Vatns­blöðrur fást í mörg­um versl­un­um og kosta ekki mikið. Gefið ykk­ur laus­an taum­inn með börn­un­um og farið í vatns­blöðruslag.

#11. Fjöruferð
Fjöru­ferð er bæði fræðandi og nær­andi fyr­ir lík­ama og sál. Við Íslend­ing­ar erum svo heppn­ir að búa ná­lægt haf­inu og eig­um að nýta hvert tæki­færi til þess að heim­sækja fjör­una og virða fyr­ir okk­ur lífið þar og nátt­úru­feg­urð.

#12. sundferð
Prófið nýja sundlaug, einhverja sem aldrei hefur verið farið í áður.nú er bara að vonast eftir góður sumri og njóta eins og maður getur,
eigið gott sumara elskurnar ég ætla klárlega að reyna það

Aníta Bóel