Í þessari færslu mun ég fjalla um augnfarðahreinsin frá REF Stockholm skin 2 in 1 Makeup remover. Ástæðan fyrir því að þessi vara hentar mér er vegna þess að hún er vegan og cruelty free en ég kýs eingöngu að nota þær vörur í hárið mitt og á andlitið, efnið í hreinsinum er einnig ekki eins sterkt og margir hreinsar sem ég hef prófað mig áfram í gegnum árin og veldur engum sviða á þessu viðkvæma svæði.

Varan fæst í verslun Módus, Smáralind og einnig er hægt að panta hana á harvorur.is

Formúlan er mjúk í snertingu við húðina og skilur ekki eftir sig greasy eða fituga bletti eftir á eins og margir augnfarðahreinsar sem ég hef prófað.

Í vökvanum er svart kínóa sem er mjög B-vítamínríkt og er gott fyrir húðina í kringum augað. Meðal annars er sett sjávarsalt í hreinsinn en sjávarsalt er mjög rakagefandi efni og heldur húðinni ferskri.

Ég er mjög hrifin af þessum farðahreinsi og vil mæla með honum fyrir viðkvæmt augnsvæði

Hér sýni ég fyrir og eftir mynd af notkun

Takk fyrir að lesa

                                                                               

Instagram: iris_benjamins