Quesadillas hafa lengi verið vinsælar hjá mér og Nóra kærasta mínum, enda mjög einfaldar að elda og skemmtilegt að prófa sig áfram með þeim. Á Instagram Komfort.is sýndi ég síðast frá því hvernig ég gerði mínar Queadillas í þetta skiptið.

Það sem þarf

Það sem ég byrja á er að pönnusteikja kjötið á meðan ég sker grænmetið niður og undirbý Guacamole blönduna.

Guacamole blönduna viljum við hafa sem ferskasta og byrjum á því að veiða úr avacadóinu og setjum í skál þar sem við getum notað gaffal til þess að gera kássu úr innihaldinu. En næst þá kreistum við safana úr Limeinu og Sítrónuni í blönduna. Venjulega set ég einnig ferskan skorinn rauðlauk og tómata með en ég gleymdi því síðast. Þegar allur safinn er kominn úr báðum ávöxtunum salta ég blönduna og set pipar og byrja að hræra í.

Það er enginn Quesadilla án Guacamole 😉

Þegar kjötið er tilbúið skelli ég öllu grænmetinu saman á pönnu og elda á meðan ég byrja að undirbúa tortillunar mínar.

Eins og sést á myndini er allt komið sem á að vera á tortillakökuna, en mér finnt lang best að grilla hana með t.d samlokugrilli eða bara á steikarpönnnu! en útkoman verður alltaf jafn góð.

Að lokum þarf bara að njóta