Ég fékk það skemmtilega tækifæri um daginn að fara í smá samstarf við snyrtivörudeild Hagkaups og sexyhair á Íslandi
Sexy hair hárlínan er ótrúlega stór og fjölbreytt lína sem nær sennilega til sem flestra. Sem dæmi má nefna eru healthy sexyhair, longsexyhair og big sexyhair. Að gjöf frá snyrtivörudeild Hagkaups fékk ég sjampó og hárnæringu í Longsexyhair línunni. Ég hef notað þetta í smá tíma og er ótrúlega ánægð með hvað hárið mitt er orðið mjúkt og fallegt.

frábært hárkombó

Línan big sexy hair heillar mig mjög mikið, hún einkennist af vörum sem eru volume aukandi. Þegar ég skoðaði allar vörurnar voru það nokkrar vörur í bigsexyhair línunni sem mig dauðlangaði í. Þar á meðal er það blow dry volume gelið , sem á að auka lyftinguna í hárinu þegar það er þurrkað.

Síðan er það leave in treatment frá bigsexyhair línunni <3

og síðast en ekki síst er það root pump froðan frá bigsexy hair línunni

Það sem heillaði mig svo mikið við þetta merki er það hversu margar og fjölbreyttar línur eru í merkinu sem gerir það hæft fyrir svo stóran hóp fólks <3
Síðasta myndin finnst mér sýna best hvað það er mikið í boði

Mæli með að allir prófi þessar vörur 🙂