Einn af mínum uppáhalds réttum er satay kjúklingaréttur með kúskús og spínati.
Rétturinn er bæði einfaldur og fljótlegur í gerð. Ég hef séð ýmsar útgáfur af þessum rétt og er búin að finna mína uppáhaldsútgáfu.

Í réttinn þarf ég
-kjúkling
-satay sósu
– kúskús
-smjör
-fetaostur
-spínat
-kasjúhnetur

Ég byrja á að skera niður kjúklinginn og steikja á pönnu.
Þegar hann er fullsteiktur bæti ég satay sósu útá pönnuna og læt kjúklinginn malla í sósunni í smá tíma.
Á meðan kjúklingurinn mallar útbý ég kúskúsið, það er einfalt ég sýð vatn, bæti kúskúsinu út í og læt standa í pottinum í tvær mínútur.
Að þeim loknum set ég smjör út í og hræri því saman við.
Kúskúsið er síðan sett á botninn í eldfastmót, ofan á bæti ég spínatinu og síðan kjúklingnum. Til að toppa þetta set ég fetaost og kasjúhnetur ofaná og set mótið siðan inn í ofn á 180 gráður þar til osturinn er bráðinn.

Þetta er alveg ótrúlega góður réttur <3