Í þessari færslu mun ég fjalla um borgina Gdańsk í Póllandi og gefa ákveðna hugmynd að  helgarferð  þangað yfir vetrartímann en hún er ein af mínum eftirlætis borgum í Evrópu hingað til.

miðbærinn

Gdańsk er einstaklega falleg og sögurík borg í Póllandi sem hefur verið þekkt fyrir arkitekt kúltúr og sjávarréttina sína. Ég heimsótti borgina í Janúar 2017 en þá fór ég til þess að halda upp á 19 ára afmælið mitt og naut mín í botn alla ferðina. Ferðin var vikulöng og ég eyddi henni í að njóta þess að fara í nudd og versla án þess að hafa neinar áhyggjur.

Ég gisti á Mercure Gdańsk Posejdon en það varð fyrir valinu vegna gæða og staðsetningar en hótelið býður upp á nudd, heitar gufur og sundlaug sem hentaði mér mjög vel. Ég mæli eindregið með þessu hóteli fyrir þá sem vilja frið frá næturlífinu á kvöldin og óþarfa hávaða sem oft má reka til miðsvæðis borga. Umhverfið er friðsælt og aðeins í fimm 5m fjarlægð frá strönd, Sem getur komið sér vel á vorin og sumrin í fríum. Hótelið er í ci 15m fjarlægð frá miðbænum en ég tók alltaf leigubíl þaðan í miðbæinn enda kostar það varla neitt!

sundlaugasvæðið á hótelinu

Hugmynd að kostnaði yfir daginn þegar kemur að veitingastöðum o.s.f.v

Matur og drykkur í miðbæ

Hádegismatur- 860kr með drykk

Street-food- 250-680kr

Skyndibiti- 568-943kr

Kvöldmatur- 3 rétta matseðill á fínum veitingastað með drykk- 3670-4890kr per 

Áfengir drykkir 

Bjór 500ml  260kr

Kokteill- 818kr

Uppáhalds verslunarmiðstöð

Mín uppáhalds verslunarmiðstöð í Gdańsk heitir Galeria baltycka og er staðsett miðsvæðis og er í 5m keyrslufjarlægð frá miðbænum. Inni í verslunarmiðstöðini eru 200 búðir staðsettar og einnig veitingastaðir. Verslunarmiðstöðin er í miklu uppáhaldi hjá mér vegna þess að búðirnar sem ég sækist mest í eru þar til staðar, sem dæmi má nefna; Zara, Sephora, Tommy Hilfinger, Calvin Klein, New Yorker og The body shop.

Skemmtun

Ég skoðaði því miður minna en ég hefði viljað þegar ég var þarna. Þrátt fyrir það er hægt að fara í rólega göngutúra um gamla bæinn og skoða gömlu byggingarnar. Margir hafa mælt með þessu safni hér og ég mun klárlega kíkja á það næst. Ég vil mæla með Parísarhjólinu AmberSky Koło Widokowe sem er staðsett í miðbæ Gdańsk en það er opið allann ársins hring

Ég vona að flestir geti notfært sér þessar upplýsingar fyrir næstu ferð til þessarar frábæru borgar.

Þangað til næst!