Í byrjun Janúar setti ég mér það markmið að hætta með allar hárvörur sem er ekki vegan & cruelty free vegna siðferðislegra ástæðna og einfaldlega vegna þess að þær vörur fara betur í hárið mitt þar sem ég er mjög viðkvæm fyrir vörum sem notast ekki við náttúruleg efni í vörurnar sínar.

Logo of Cruelty Free

Í samstarfi við harvorur.is

En þar má finna frábært úrval af Vegan og umhverfisvænum hárvörum sem ég hvet alla til þess að kynna sér.

Í Febrúar fékk ég í hendur mjög fallegt combó sem er bæði með 250ml sjampó og hárnæringu frá Leyton house professional en það er fyrirtæki sem býður upp á hágæða hárvörur sem eru oft notaðar á betri hársnyrtistofum allstaðar í heiminum. Leyton house býður einungis upp á vegan og cruelty free vörur en þau eru í samstarfi við Peta Organization en það er framtak sem hvetur fyrirtæki til þess að boycotta tilraunarstarfsemi á dýrum og stendur á bakvið dýraréttindi.

*combóið*

Vörurnar sem ég fékk innihalda ekkert sílikon, Paraben eða salt.

Eftir notkun helst unaðslegur ilmur af sítrónu og Mineral olíu en sú olíu kemur í veg fyrir hármissis og inniheldur eingöngu náttúruleg og umhverfisvæn efni. Vörurnar veita hárinu silkimjúka áferð og mýkt eftir notkun þeirra.

Takk kærlega fyrir að lesa