Við hjúin fengum bókina “hvað er í matinn” í jólagjöf núna um árið og búin að elda nokkra rétti úr henni. Einn þeirra rétta stendur uppúr og hlakkar mig til að elda hann aftur fyrir næsta matarboð.

Langar að deila þessari gleði með ykkur !

Döðlukjúklingur ! einfaldur og fljótlegur.

Það sem þú þarft er :

800g kjúklingur ég notaði skinnlaus læri
Kjúklinga krydd
1 dl olía
1 dl balsamedik
2 msk púðursykur
2 msk tómatsósa
3 skalottulaukar
3-4 hvítlauksrif
12-18 steinlausa döðlur

Aðferð :
1) Kjúklingurinn kryddaður og steiktur í olíu á pönnu þar til hann er næstum eldaður í gegn og settur til hliðar

2) Pannan hituð á ný og blandað saman balsamedik, púðursykri og tómatsósu þar til orðin rjómakend sósa.

3) Skerið skalottulaukinn, hvítlaukinn, og döðlurnar smátt. Allt þetta og kjúklinguinn settur á pönnuna og látið blandast vel saman þangað til kjúklingurinn er orðinn full eldaður og allt heitt í gegn.

4) Borið framm með hrísgrjónum og fersku salati.

Þegar maturinn er það góður að þú nærð ekki mynd af honum áður en hann klárast það seigir sitt.

Njótið