Nú hef ég farið árlega til Kaupmannahafnar síðan 2013 og hef notið mín svo sannarlega í botn í hvert skipti, enda er þetta ein af mínum uppáhalds borgum! en það vildi svo skemmtilega til að ég fann æðislegan veitingastað með besta Mojito sem ég hef fengið.

Nyhavn

Síðast fór ég í byrjun Mars en þá eyddi ég einni helgi þar með vinafólki mínu og bestu vinkonu. Við vorum svo æðislega heppin með veður allann tímann þannig ég ætla að leyfa myndunum að tala fyrir sig.

fyrir framan Axel Towers hjá
Rådhuspladsen

Let’s talk Mojito!

Ég og Adea vinkona mín fundum æðislegan veitingastað & bar þar sem við fengum bestu Mojito’s sem við höfum smakkað! veitingastaðurinn er ekki langt frá Axel Towers en hann heitir XO Burgers and Steaks  

Við keyptum okkar könnu saman en hún var á happy hour tilboði og kostaði bara 2000kr íslenskar!

Okkur fannst þjónustan vera algjört æði og yndislegt fólkið sem afgreiddi okkur, því viljum við mæla með þessum stað fyrir góða kokteila og sérstaklega á Happy hour . Tónlistin var einnig mjög skemmtileg sem var spiluð inn á staðnum og kom okkur í rétta skapið.

Adea að njóta
Hér má sjá könnuna okkar
Smá innsýn í góða veðrið sem við fengum!

Ég vona að þið getið notfært ykkur þessa færslu vel fyrir næstu heimsókn til Köben en ég kíki klárlega aftur við í næstu heimsókn.

kveðja Íris