Ég elska að elda, og elska að finna uppskriftir sem eru góðar, en á sama tíma fljótlegar og ekki skemmir fyrir ef þær eru ódýrar

Um daginn vissi ég ekkert hvað ég ætti að hafa í matinn og ákvað því að nota bara allskonar sem ég átti til heima það sem ég notaði í þennan ofnrétt er

500gr Hakk
2 sætar kartöflur
1 krukka chilli pestó
2 lúkur spínat
og ein krukka fetaostur

Einnig má bæta við öllu því grænmeti sem leynist inní ískap hjá hverjum og einum

Ég byrjaði á því að skera kartöflurnar niður í teninga, setti í eldfast mót og hellti olíunni af fetaostinum yfir og henti inní ofn í 25-30 mínútur
meðan kartöflurnar eru inní ofni, steiki ég hakkið og helli síðan pestóinu, spínati og því grænmeti sem ég er með að hverju sinni á pönnuna, og læt malla í smá stund.

þegar kartöflurnar eru orðnar mjúkar helli ég hakkblöndunni yfir þær og strái fetaostinum yfir blönduna og skelli þessu aftur inní ofn í 5 mínútur sirka.

þetta er einfalt, ódýrt og þæginlegur kvöldmatur fyrir uppteknar mömmur,, já eða pabba 🙂
Hægt að bera fram með fersku salati, Naan brauði eða hvítlauksbrauði 🙂