Ég sá þessa hugmynd á insta og langaði að gera svipað því þetta er svo skemmtileg leið til að leyfa ykkur sem fylgist með að kynnast mér betur!

Nokkrar staðreyndir um mig :
* Ég er fædd og uppalin á Akureyri
* Ég var á 21 aldurs árinu þegar ég átti strákinn minn
* Ég er sjúklega feimin og á stundum mjög erfitt með að tjá mig við fólk í sem ég þekki ekki mikið.
* Ég er sjúklega hrædd við flugur þá meina ég allar flugur !
* Ég svara ekki símanum ef ég þekki ekki númerið og hringi ekki til baka ef það er ekki inná já.is.
* Ég er með stóran fæðingarblett á maganum sem fjölskylda min hefur alltaf kallað málingarslettu.
* Ég er sjúklega mikil hundamanneskja er samt með ofnæmi fyrir þeim en ég læt mig bara hafa það að fá ofnæmiskast.
* Ég er með 4 tattoo og á eftir að fá mér fleiri!
* Ég get verið algjör þrifaperri
* Ég er svolítil adrenalín fíkill ég hef mjög gaman að því sem fær hjartað til að slá aðeins hraðar.

jæja held að þetta sé gott af staðreyndum í bili.
þangað til næst <3