Kæru lesendur,

Íris Ösp heiti ég og er nýr bloggari hér á Komfort.is . Ég er 21 árs gömul Reykjavíkurmær úr 104, en þar bý ég í dag ásamt fjölskyldu á meðan ég stunda nám við Fjölbrautaskólann við Ármúla og stefni á að útskrifast þaðan sem Heilsunuddari. Áhugamál mín byggjast á útivist, heilsu, hreyfingu & gömlum bíómyndum en það má finna mig allavega 1x í viku ef ekki 2x í https://bioparadis.is/     en þar á ég árskort sem ég nýti mér óspart.

Einnig finnst mér einstaklega skemmtilegt að ferðast innanlands með kærasta mínum Arnóri en við gerum oft eitthvað skemmtilegt saman þegar okkur gefst tími til.

Mér þykir gaman að skrifa um allt tengt tísku, bíómyndum, hugmyndum að útivist og alls kyns sem mér dettur í hug.

Takk fyrir að lesa og ég vona að þið njótið framhaldsins með mér.