það er eitthvað svo nice að fá sér nýbakað Bananabrauð og heitan kaffibolla í þessum kuld þessa dagana.
ég hef prófað nokkrar uppskryftir en þessi slær alltaf í gegn 
ég reyndar bæti alltaf smá við uppskryftina svona bara eftir því sem er til hér heima og í hvernig skapi ég er í.
Grunnurinn er mjög einfaldur og tekur ekki nema 5 mín að vippa þessu öllu samna í skál. 

Grunnur :  
2. stk bananar
1/2 bolli sykur
1 bolli hveiti
1. stk  egg
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
1 . msk matarolía 

hugmyndri til að bæta við :
rúsínur 
trönuber
sesamfræ
hafrar
chia fræ 

Aðferð:
 Þurrefnum er blandað í skál
Bananar stappaðir og blandað saman við ásamt 1 stk egg. Hrært saman með sleif þar til allt er blandað saman og 
sett í smurt form
inní ofn i 30-40 mínútur á 180°C.

Borðist niðursneytt með engu, með smjöri og osti eða bara því sem hugurinn girnist  það er líka gott að hafa þetta með í útileguna í sumar brauð sem endist lengi og er alltaf jafn mjúkt.