BIG AND SEXY er umræða sem þarf alltaf að taka reglulega. Það að vera öruggur í eigin skinn er mjög mikilvægt. Ég ætla samt sem áður aðalega að tala um hár að þessu sinni, BIG AND SEXY hár.

Sjálfatrausið hjá mér byggist mikið á hárinu mínu. Síða ég byrjaði að lita á mér hárið eða þegar ég var 11 ára hef ég verið soddan hár perri. Hárið á mér er mitt á milli þess að vera liðað og slétt, eins pirrandi og það gæti verið. Það sem ég leita eftir í hárvörum er gott volume og góð ending. Það er einfaldlega aldrei of mikið volume!
Í samstarfi við hárvörur.is hef ég verið að að prufa nokkrar vörur og verð ég að segja þær eru alveg að vinna sér inn nokkur stig. Og trúðu mér ég hef prófað þær margar. Er með aflitað hár í drasl vægast sagt, á tímabili skipti ég um hárlit á mánaða fresti.

Luxe detangler frá Sexyhair er komin inn í mína daglega rútínu. Spreyja því í ragt hárið og leyfi því að þorna sjálfu eða blæs það. Þessi vara inniheldur moringa olíu og biotin sem gefur hárinu raka og létt leika. Margar vörur þyngja hárið, ég fýla það ekki.
Volume ! Í þeirri deild hef ég prófað allt duft, sprey, froðu nefndu það ! Mikið af þeim vörum virka fínt. Og nota ég nokkrar mismunandi en engin þeirra hefur staðist rigningu, þar til nú. Þökk sé Hemma er sú vara fundin beach spreyjið frá Sexyhair ! Var erlendis núna í síðusti viku og var ný búin að blása á mér hárið þegar það byrjaði að rigna.


Auðvitað var það ekki jafn slétt og það var áður en fyllingin var ennþá þegar ég kom inn aftur. Efnið er frekar matt viðkomu, sem eg yfirleitt fýla ekki en fyrir volume allan daginn þoli ég það alveg. Þrátt fyrir rigningu!
Ef ég nenni ekki að plása það í bak og fyrir fyrir smá volume þá leyfi ég því að þorna sjálfu og set svo höfuðið á hvolf og spreyja smá hárlakki yfir og “vippa” því svo upp. Hef verið að nota spray & play harder frá Sexyhair, það heldur vel, gefur gljáa og gerir hárið ekki hart. Sem er vægast sagt snild !

Eins og ég sagði eru þessar vörur að að vinna sér inn nokkur rokk stig. Og það sérstaklega luxe detangler !

Þar til næst.