Ég hef oft séð fólk gera samverudagatal fyrir börnin sín í desember eða yfir sumarfríið. Ég ákvað að taka þetta skrefinu lengra og gerði dagatal með bestu vinkonu minni yfir allt árið!

Eitt af mínum áramótaheitum var að vera skipulagðari og skipuleggja tíma minn betur með fjölskyldu og vinum. Svo annað hvorn föstudag út árið eigum við “deit” og einn af þeim föstudögum í mánuði er eitthvað planað.

Þetta þarf ekki að kosta mikið. Við erum t.d. að fara í sund, kjarnaskóg, fjallgöngu og út með hundinn. Samt sem áður erum við að leyfa okkur aðeins líka. Mugison tónleika í maí, út að borða of svo framvegis.

Einnig ákváðum við að búa okkur til sameiginlegan reikning þar sem við leggjum inn 2500. Kr hvor á mánuði til að safna okkur fyrir utanlands ferð saman. Höfum talað svo lengi um að ferðast saman en svo gerist aldrei neitt. En núna stefnum við að fara til Búdapest í kring um páska að ári liðnu.

Ég vona svo innilega að þið gefið ykkur þá gjöf að njóta með þeim sem ykkur þykir vænt um.

Þar til næst

.