Ég ætla ekki að hafa þetta týpiska, borða hollar og hreyfa mig meira. Heldur er svo margt sem mig langar að ná að afreka þetta árið! Og ætla ég algjörlega að tileinka mér þetta ár vinum og fjöldskyldunni minni! Rækta vini mína betur, eyða meiri tíma með fjöldskyldunni.

Það sem mig langar að skilja eftir í 2018 eru td, fólk sem dregur mig niður,
Óheiðarlegt fólk! það

Ég ætla að umkringja mig og strákunum mínum í kringum fólk sem er upphífandi, styður okkur og hvetur okkur áfram og ekki síðst eh sem tekur okkur eins og við erum.

Ég ákvað að skipta niður áramótaheitunum mínum, og gera tjékklista. Svo í lok árs skrolla ég aftur í gegn og haka í listan!

Að vísu ætla ég alveg að strengja mér áramót sem viðkemur heilsunni, en það er ekki mér efst í huga eins og er.

Þetta eru mín áramótaheiti, að vísu soldið mörg, mun fleirri en í fyrra.
En þetta árið ætla ég að hugsa meira um sjálfa mig og minn líðan !
Hver er sinnar gæfu smiður !

Gleðilegt nýtt ár !