Ég skil nú ekki afhverju þessar kúlur kallast kókosbollur þar sem þær eru gerðar úr höfrum, en það er svosem annað mál.

Strákarnir biðja mig reglulega um að gera kókosbollur með þeim, en þær eru í algjöru uppáhaldi hjá þeim.  

Og þar sem ég er búin að vera mjög upptekin síðustu vikur ákvað ég að hafa smá kósý með strákunum eftir skóla og leikskóla og bjuggum við til heilan helling af kókosbollum. 

Til að gera kókobollurgerðina skemmtilegri ákvað ég að lita kókosinn 
var með rauðan og grænan kókos ásamt bara venjulegum hvítum kókos.
strákunum fannst þetta æði og aðeins jólalegra heldur en þessar venjulegu.

Þetta er mjög einfallt en gerir svo mikið fyrir krakkana að fá að hafa kúlurnar aðeins öðruvísi en vanalega. 
Strákarnir mínir bíða spenntir eftir því að stekkjastaur komi í kvöld og smakki kókoskúlurnar þeirra ! en þeir hafa þó skrifað fallegt bréf til hans og beðið hann vinsamlegast um að borða ekki allir kókoskúlurnar því þeim langar að leyfa ömmu að smakka líka

En uppskriftina af kókoskúlunum stal ég af 
Eldhus.is

Ég gerði þrefalda uppskrift .

300gr smjör ( við stofu hita )
9dl hafrar
3dl sykur ( ég notaði þó bara 2dl)
6msk kakó
3tsk vanilludropar

Ég hnoðaði þetta allt í höndunum og leyfði strákunum að mynda litlar kúlur 
og velta þeim uppúr kókosinum.