jóla plöntur

Jólastjarnan

Þessi fallega “jóla planta” er ekki sú auðveldasta í umhirðu. Of heitt eða of
kalt og hún deyr. Aðeins það eitt að kappa hana og fara með hana heim gæti 

hún dáið vegna snöggra hitabreytinga.
Kjörhitastig fyrir jólastjörnuna er 18-25°C og því best að hafa hana þar sem hitastigið er alltaf eins. Við glugga eða ofan við ofn er ekki góður staður og á hún því til með  að missa öll blöðin. 
Best

 er að halda moldinni rakri,
Jólastjörnuna er hægt að fá í þremur  litum. Rauðu, hvítu og bleiku en ekki er mikið um bleikar hér á landi.
ATH: þetta er mjólkurplanta, plantan er eitruð og er því ekki æskilegt að mjólkin komi í snertingu við augu né húð og alls ekki borða hana, hvorki menn né dýr.

 

Amaryllis / Riddarastjarna

Riddarastjarnan er Lauk blóm og er gróður sett í sand en ekki mold ogþarf laukurinn að standa vel upp úr. Plantan þarf meðal vökvun, þú getur bæði fengið plöntuna í potti og afskorna. 
Stilkurinn á Riddarastjörnunni er holur að innan og þarf því að binda um hann að neðan ef hann er afskorinn annars rúllast upp á hann.

 

 

Hýasinta


Hýasintan er einnig laukblóm en er meira notað í jólakörfu skreytingar. Maður getur stjórnar hversu hatt hún opnar sig með vökvun. T.D. ef þú vökvar mikið springur hún fyrr út. Hún er einnig til í nokkrum litum t.d. hvítum bleikum og fjóubláum.

En vinsælasta jólablómið síðustu árin eru túlípanarnir. Allt um umhirðuna á þeim má finna hér.

 

Þar til næst.