Jæja er ekki að koma að þessum jólum ?

Það er allavega Laufabrauð hjá minni fjölskyldu um helgina. Uppskriftin hennar ömmu Völu hefur ekki klikkað í mörg ár.
Já ég á fullt af ömmum svona 5 stk eða svo. 
ég hef pínu verið að deila með ykkur uppskriftum frá þeim en
aðalega frá ömmu lang.
En mig langaði að deila þessari með ykkur 🙂

 

Hráefni:
6 dl nýmjólk

80 g smjör
4 msk sykur
2 tsk salt
ca 1 kg hveiti
   2-3 tsk kúmen ( má sleppa )

Aðferð:
Mjólkin, smörið og kúmen er hitað upp að suðu, að því loknu er kúmenið sigtað frá og blandan látin kólna örlítð. Öllum þurrefnum blandað saman en gott er að geyma ca 200g af hveiti til að nýta síðar ef þarf.
      þar með er mjólkur blöndunni og kúmen bætt útí og hnoðað saman. Hveiti bætt við ef þarf þar til deigið sleppir borði.
Deiginu er rúllað upp í lengu og vafið plastfilmu. látið standa á köldum stað (ekki ísskáp) í minnsta kosti hálftíma.
Eftir það er deigið skorið í bita og flatt þunt út og skorið í hringlaga form. Við notum matardisk til að móta eftir.
þá er allt race reddy ! bara skera í þau munstur og pikka með hníf.

 

Margir steikja upp úr feiti eða oliu en við föru feitu leiðina og steikjum upp úr
smöri ! Það gerir gæfu muninn ! Gott er að “flippa” brauðinu í steikingu til að fá jafnan lit á hvora hlið.

Þessi uppskrift gefur ca 45 kökur.

 

 

 

 

Vonandi elskið þið þessa uppskrift jafn mikið og ég !
Þar til næst !