Þegar það er alveg brjálað veður úti, kallt og dimmt þá finnst mér fátt skemmtilegra en að setja á góða jólatónlist, og setjast með strákunum og föndra.
Síðustu ár höfum við perlað allskynns jólaskraut, en aðalega snjókorn til að líma í gluggana og ætla ég að gera það aftur þetta árið.


einnig er ég með stand úr ikea sem mig langar að perla nokkra jólasveina á.

Strákunum finnst þetta alveg geðveikt skemmtilegt og fá þeir að perla skraut inní herbergin sín.

Hér eru nokkrar hugmyndir af perluðu jólaskrauti,
einnig mæli ég mikið með að kíkja inná www.perler.com
þar eru endalaust hugmyndir 🙂

e5c7fc0635a737be1fa2106aec003b1b
IMG_7694
e034ecf9f5f064eccab2572b58bfa638
hama-perler-snefnug