Að flytja erlendis er stórt skref. Það er spennandi og ógnvekjandi á sama tíma. Það fylgir því mikil vinna og mikið stress, samt er ég búin að gera það þrisvar sinnum.

Fyrsta skiptið var árið 2010, þá fluttum við til Svíþjóðar. Við vorum búin að eignast elsta son okkar. Við vorum ekki lengi, ég held að ég hafi þraukað í sirka 3 mánuði, þá vildi ég fara aftur heim til Íslands.

30623_1319664627969_4435576_n
30623_1319659787848_2257292_n
30623_1319664667970_5594423_n

Annað skiptið var aðeins öðruvísi því þá fluttum við til Noregs og fórum í háskóla. Við vorum búin að eignast miðju strákinn okkar, elsti fór í skóla og miðjan fór í leikskóla. Okkur leyst vel á okkur í Noregi og vorum ekkert á leiðinni heim til Íslands á næstunni. Rétt tæpu ári eftir að við flytjum út, þá verð ég ólétt og verð mjög kvíðin yfir því að vera í Noregi. Ég var ekki að finna mig í náminu svo ég vildi hætta og finna mér vinnu. Það er erfitt að finna vinnu þegar maður kann ekki tungumálið og ofaná það, verandi óléttur. Ég vildi fara aftur heim til Íslands, sem við gerðum. Ég hélt að allt yrði betra á Íslandi, ég kann tungumálið, var bara komin 12 vikur þegar við komum heim svo ég hélt að það yrði ekkert mál að fá vinnu. Mér skjátlaðist.

11696610_238811679798574_6883611912923246291_o
12247754_238812026465206_4502830301469241270_o
996999_238811816465227_7713517202033292131_n

Þriðja skiptið. Ég var sko ekki á leiðinni út aftur, mér fannst nóg komið af því að flytja. Við vorum búin að flytja of oft, ekki bara erlendis heldur líka bara á milli íbúða á Íslandi. En svo náðu tengdó að tala okkur til. Þeim langaði að flytja erlendis. Það þurfti nú ekki mikið að tala okkur til. Manninum mínum hefur alltaf langað til að eiga heima erlendis og það hefur alltaf verið ég sem vildi flytja aftur til Íslands. Hann kom alltaf með mér tilbaka til Íslands þó honum langaði það ekkert sérstaklega. Mér fannst ég skulda honum að fara með honum út aftur, því hann hafði alltaf fylgt mér til Íslands. Ég vissi líka að þetta yrði öðruvísi í þetta skiptið því tengdó, mákona og mágur ætluðu að flytja út líka. Þannig að ég vissi að við yrðum ekki svona ein eins og við vorum í hin tvö skiptin. Við vorum orðin fimm manna fjölskylda  svo það var mikið að hugsa um áður en við fórum. Í þetta skipti fórum aftur til Svíþjóðar.

Í þetta sinn þraukaði ég meira en þrjá mánuði, við erum búin að vera hér í rétt rúmt ár, og elskum það. Við erum nýbúin að kaupa okkur íbúð sem við ætlum að gera hægt og rólega upp. Við erum bæði í vinnu, og strákarnir eru mjög ánægðir í sínum skóla og leikskóla. Við finnum rosalegan verðmun hér og á Íslandi, að versla í matinn svíður ekki jafn mikið hér. Það er bara einn galli við að búa hér, restin af fjölskyldunni sem er á Íslandi, ég get hitt þau svo sjaldan.

26841453_578422712504134_1075768558533650557_o
31949270_632857547060650_6731755336853618688_o
34200001_646122565734148_96530944755761152_o
40779136_730414320638305_4844171069151510528_o

Ef þig langar að prófa að búa erlendis, gerðu það. Ef það gengur ekki upp ferðu bara aftur til baka. Þetta þarf ekki að vera stórmál, það er gaman að prófa einhvað nýtt. Ég mæli alla vega með því að prófa.