Sko stundum er maður bara alveg rosalega hugmyndasnauður og það eina sem manni dettur í hug er að senda “ég elska þig” .

Það er alveg gott og blessað en það er bara svo skemmtilegt að fá stundum að lesa eitthvað annað frá maka sínum. 

Fyrir ykkur hugmyndasnauðu eru hér nokkrar hugmyndir 

Hugsa til þín:

Er að eiga svona einn af þeim dögum, ég er svo glöð/glaður að eiga þig að

Hæ þú þarna fallega/fallegi

Hvernig sem þér líður með sjálfa/sjálfan þig í dag mundu að það er allavegana ein manneskja hér sem finnst þú það frábærasta og yndislegasta sem til er í heiminum

Hvað get ég gert til að gera daginn þinn auðveldari? Í alvöru, ég vil hjálpa.

Ég er búin/búinn að hugsa um þig í allan dag

Ég get ekki beðið eftir að sjá þig

Ég sakna þess að sjá þig

Ég elska að eyða tíma með þér

Ég er svo stollt/stolltur af þér fyrir að leggja svona hart að þér ástin mín

Ég vildi óska að þú værir hérna hjá mér núna

Ég brosi við það eitt að hugsa um þig

Er að elda uppáhalds matin þinn hérna

Hvernig gengur verkefnið sem þú ert að vinna að? Vona að þú egir frábæran dag í vinnunni!

Það helltist allt í einu yfir mig svo mikil ástartilfinning til þín

Ég segi þetta ekki nógu oft, en ég vona að þú vitir hversu mikils virði þú ert mér

Ég elska það þegar þú….

Gettu hvað?????  (Hvað?) Ég elska þig meira en allt í þessum heimi
Ég get ekki hugsað mér lífið án þín
Ég dáist að því hvernig þú… Það skiptir mig miklu máli og ég elska þig fyrir það
Er að hugsa um (fyrsta stefnumótið okkar, fyrsta kossinn okkar, búðkaupið okkar…). Ég elska þessar minningar og ég mundi gera þetta allt aftur ef ég gæti.
Mannstu þegar við…? Ohh ég elska þig svo mikið.
Vildi bara setja aðeins og pásu og segja þér hversu þakklát/þakklátur ég er að eiga þig sem mann/ konu
Dagurinn í dag er búinn að vera svo mikið meh hjá mér. Langar bara að komast og knúsa þig
Takk fyrir að trúa alltaf á mig
Ég elska lífið okkar saman

Aðeins nánara:

(Hver ekki til í að byrja leikinn aðeins í fyrra fallinu… Hver segir að þetta sé bannað þó maður sé í vinnunni eða skólanum!)

Þú+ ég í kvöld?? 😉

Gærkvöldið var ÆÐI! Við gerum þetta aftur. 😉

Látum kvöldð snúast bara um þig  😉

Skemmtum okkur aðeins í kvöld  😉 Blikk, blikk.

Þú átt inni nudd þegar þú kemur heim í kvöld. 😉

Þú leyst vel út í morgun  🙂

Erfiðu dagarnir:

(Ef það er einhverntíma sem maður veit ekki hvað maður á að segja þá er það eftir erfiða daga eða erfiðar uppákomur)

Fyrirgefðu, þú hafðir rétt fyrir þér.

Fyrirgefðu hvað ég var skrítin/sktírinn í gær, getum við byrjað aftur? Leyfðu mér að bæta þér þetta upp í kvöld

Ég veit að ég geri ekki alltaf réttu hlutina, en ég er að reyna því ég elska þig. Ég mun alltaf halda áfram að reyna. Takk fyrir að vera svona þolinmóð/þolinmóður

Mér þykir ótrúlega leiðinlegt að staðan sé svona hjá þér í vinnunni. Ég met það mikils hvað þú ert að leggja á þig fyrir fjölskylduna jafnvel þó ég segi það ekki nógu oft.

Leiðinlegt að heyra hvað þú ert að eiga erfiðan dag. Nudd í kvöld?

Allt í djóki:

Ég er enn að hlægja að því sem þú sagðir mér í gær…

Ég er að massa hendurnar á mér upp í stórt, langt og kósí knús þegar þú kemur heim. Ég mæli með að þú gerir það sama. Annars verður það skakt. Ekki skemma þetta fyrir mér.

Kæst, hættu að láta mig hugsa svona mikið til þín. Ég er upptekin/upptekinn!

Gettu hvað????? (hvað?) Nei ekkert, langaði bara að sjá skilaboðin frá þér koma.