Ég sver það ég hefði átt að vera dani!

Allt við Danmörku heillar mig, fólkið, menninginn, maturinn og náttúran þótt hún sé mjög ólík íslenskri náttúru.
Mig hefur lengi langað til þess að kaupa mér Æbleskivepönnu, en alltaf fundist þær full dýrar hérna á íslandi. En núna í síðustu viku var ég stödd í Danmörku og fann eina slíka á litlar 1000krónur og gat ekki staðist hana !

Nú er hún mín og ég bakaði eplaskívur í gær.
Ætla ekki að ljúga en það er mun erfiðara en ég hélt að fá bollurnar til þess að verða hringlóttar ! en þetta hafðist fyrir rest !

Hér er uppskriftin !

4dl – Mjólk ( ég notaði nýmjólk )
3stk – Egg
250gr – Hveiti
1/2tsk – Matarsódi
3msk – sykur
1/2tsk – gróft salt
1tsk – Vanilludropar
3msk – brætt smjör

Byrjið á því að skilja egginn,
takið mjólkina,eggjarauðurnar, hveiti, matarsóda, sykur og gróft salt, og smjörið og hrærið saman. Hrærið saman á miklum hraða í sirka 2 mínútur eða þangað til degið er orðið vel blandað saman og engir kögglar í deiginu.
Látið degið standa í sirka 20-30 mínútur.
á meðan stífþeytið þið eggjahvíturnar. þegar þær eru orðnar stífþeyttar eru þeim blandað varlega saman við blönduna.

Gott er að bera smjör eða eitthverskonar feiti á pönnuna reglulega.
Pannan fyllt með deiginu sirka upp að 3/4 og deiginu reglulega snúið við með gafli eða pinna.

 

Borið framm með Flórsykri og sultu eða jafnvel nutella !