…Taktu því rólega

Við eigum öll erfiða daga.
Við höfum öll misst út úr okkur öskur sem við sjáum svo eftir
Við höfum öll stundum stuttan þráð, litla þolinmæði og engan tíma
Við höfum öll einhverntíma nappað okkur við að vera OF ströng
Við höfum öll á einhverjum tímapunkti þurft að byðja barnið okkar afsökunar
Við höfum öll efast um okkur sjálf í þessu stóra hlutverki
Við höfum öll fundið fyrir minnimáttarkennd gagnvart öðrum foreldrum

 

Okkur hefur öllum fundist við geta gert betur
Okkur hefur öllum fundist við verða að gera betur
Okkur hefur öllum fundist við þurfa að gera meira

… en á ég að segja þé svolítið?

 

Þú þarft ekki að vera fullkomið foreldri, það er ekki til.
Þú þarft ekki að fitta inn sem ‘pinterest’ eða ‘Instagram’ foreldri, þú þarft bara að vera þú.

 

Litla barnið þitt tekur ekki eftir því þó þú sért ekki máluð, rakaður, ný snyrt/snyrtur og í merkjavöru frá toppi
til táar.

 

Það eina sem litla barnið þitt sér ert þú,
og því finnst þú fullkomn / fullkominn í alla staði.
Kossarnir þínir, faðmlögin þín og orðin þín.

 

Andaðu inn og hleyptu áhyggjunum frá þér

Þú ert að gera þitt besta, ég veit það!