Hvað er meðvirkni ?
Tekið af www.lausnin.is

Meðvirkni er sjúkleiki sem tærir upp sál okkar. Hann hefur áhrif á allt okkar líf, fjölskyldur okkar, börn, vini, skyldmenni; fyrirtæki okkar og frama; heilsu og andlegan þroska.  Hann er hamlandi og ómeðhöndlaður hefur hann eyðileggjandi áhrif á okkur sjálf og aðra enn frekar. Mörg okkar enda í þeirri aðstöðu að þurfa að leita til annarra eftir hjálp.

Meðvirkni:  Háttarlag þar sem manneskja stjórnar eða tekur ábyrgð á gjörðum annarra og hjálpar viðkomandi að forðast það að takast á við vandamálið á beinan hátt, gert til að viðhalda stöðugleika í samskiptum fjölskyldunnar.  Meðvirkni byrjar sem eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum.  Skilgreining á meðvirkni:  Samansafn viðhorfa, viðbragða og tilfinninga, sem gera lífið sáraukafullt. Meðvirkni einkennir þá sem eru í tilfinningarsambandi við áfengissjúkling, fjárhættuspilara, ofátsfíkil, glæpamenn, kynlífsfíkil, uppreisnargjarnan táning, taugaveiklað foreldri, annan meðvirkil eða einhver blanda af ofanskráðu.  Meðvirkur einstaklingur hefur lært ákveðið hegðunarmynstur og aðlagað sig að þeim aðstæðum sem hann býr við.  Með því t.d. að reyna að stjórna eða taka ekki ábyrgð á ástandinu og þar með kemur sér ekki út úr sjúklegum aðstæðum heldur aðlagar hann sig að þeim.   Meðvirknin er í raun leið til að skilgreina sig í gegnum aðra.

Hverjir verða meðvirkir ?

Talið er að þeir sem hafa alist upp við alkóhólisma og/eða fíkn verði meðvirkir.
en í ljós hefur komið að þeir sem hafa orðið fyrir áfalli, kynferðisleguofbeldi, heimilisofbeldi eða óeðlilegu fjöldskyldumynstri geta orðið meðvirkir.


Hver eru einkenni meðvirknis?

Meðvirkur einstaklingur á erfitt með að elska sjálfan sig
Meðvirkur einstaklingur á erfitt með að vernda sjálfan sig
Meðvirkur einstaklingur á erfitt með að setja sjálfan sig í fyrsta sæti.

Skert geta til að viðhalda nánd við annað fólk er eitt aðaleinkenni hins meðvirka

 

Hvernig losna ég við meðvirkni ?

Að losna við meðvirkni tekur langan tíma, og mikla vinnu,
Ég sjálf hef verið að reyna að losna við mína meðvirkni í meira en ár, ég vissulega finn mun, finn hvað ég stend meira með sjálfri mér, og hvað ég er mun sterkari en áður. en á tímum finn ég ennþá hvað ég er hrikalega meðvirk, og sérstaklega ef maður lendir í aðstæðum þar sem meðvirknin kikkar inn.

En ég fór til ráðgjafa og hitti hana reglulega og reynia ð fara ennþá til hennar af og til. 

Ég mæli með því fyrir alla sem gruna að þau séu meðvirk að kikja inná www.lausnin.is og lesa sig til um meðvirkni þar inná og leita sér aðstoðar.
Ein besta ákvörðun lífs míns var að leita mér hjálpar