Halló halló heimur!

 

Olga Rut heiti ég og er 30 ára síðan í ágúst 2018, viðurkenni að það er pínu skrítið að skrifa þessa tölu. Ég fæddist í Keflavík og bjó þar fyrstu mánuði lífs míns, eftir það fór ég á flakk með móður minni og áttum við heima út um allt land nánast, okkur fannst gaman að flytja, skil það ekki í dag. Ég er eina barnið á milli mömmu minnar og pabba en á samt 11 systkini, ég er bæði elst og yngst. Ég á 2 hálf systur, 1 hálf bróðir og 2 stjúp bræður hjá mömmu. Og hjá pabba á ég 4 hálf systur og 2 stjúp systur.  Mjög stór og flókin fjölskylda.

Ég er gift fyrsta alvöru kærasta mínum, já ég veit, skrítið, en ég bara varð svo heppin að finna einn ágætann strax. Við erum búin að vera saman síðan 5.febrúar 2005, og gift síðan 12.júlí 2014. Við eigum 3 syni, Úlfar Hrafn 10 ára, Hrafnkell Óttar 5 ára og Birnir Jaki 2 ára. 

 

41472427_734531566893247_3170502088622866432_o
26840882_582669138746158_2387658515653099801_o
26232720_578843752462030_7757501157724436816_o
15731869_394716527541421_2627654887454578998_o

 

Á síðasta ári ákváðum við fjölskyldan að flytja til Svíþjóðar og sjáum alls ekki eftir því. Við erum nýbúin að kaupa okkar fyrstu íbúð og ætlum hægt og rólega að gera hana upp. Ég mun blogga um allt milli himins og jarðar, það sem liggur mér á hjarta í hvert sinn, uppgerð íbúðarinnar, börnin mín, vinnuna og allskonar skemmtilega hluti.

Hlakka til að vera partur af Komfort hópnum og vona að þið njótið þess að lesa vitleysuna sem vellur upp úr mér.

 

26171665_574133426266396_6501146792248446377_o