Nú eru strákarnir mínir loksins komnir með pláss á leikskóla í nýja bænum okkar og ég er búin að dunda mér við að skrifa niður lista yfir það hvað þeir þurfa að hafa í leikskólanum og hvað það er sem kemur heim með þeim í enda vikunnar.

Þegar ég sendi strákana í fyrsta skiptið í leikskólan þá var ótrúleg margt sem ég hugsaði bara ekkert útí eða gerði mér ekki grein fyrir að þá mundi  nokkruntíma vanta en núna er komin smá reynsla á þetta og því datt mér í hug að setja listana okkar hér inn.

 

 

 

 

Auðvitað tekur maður mið af veðurspá næstu daga og sendir ormana ekki alltaf með allt en þetta er ágætis listi yfir það hvað við þurfum að eiga fyrir komandi skólavetur.

 

 

 

 

Svo auðvelt að halda hólfinu snirtilegu og fínu með því að nota körfur.
Er með aukafötin í efri hyllunni svo það séu minni líkur á að allt verði í sandi eftir vettlinga og húfur þegar Albert kemur inn!

 

Hrafnkell Úlfur sefur enn á dagin og hann fer með vagninn sinn, sæng og kodda með sér á mánudögum.
Svíarnir eru nefnilega jafn klikkaðir og við íslendingarnir og láta börnin sofa úti allan ársins hring.

 

 

 

 

 

 

Sama á við um hólfið hans Úlfs.

Aukafötin uppi í körfu, bangsinn hans situr svo á toppnum og snuðið er geymt þar líka.