IKEA eldhúsið
Um síðustu jól gáfu foreldrar mínir Júlíu Rós eldhús út Ikea í jólagjöf.
Þessi eldhús eru algjör snilld og getur Júlía Rós dundað sér alveg endalaust við að elda mat og raða í það og taka úr.

Nóna hárböndin
Þegar Júlía varð tveggja ára fékk hún hárband frá Nóna, vörurnar frá þeim eru dásamlegar. Í dag á Júlía Rós sett af hvítu hárbandi og hálskraga, og svo nýlega keypti ég dökkgrátt hárband með dúsk.

Miniature jakkinn
Ég er svo heppin að ein af mínum nánustu frænkum á stelpu sem er aðeins rúmlega hálfu ári eldri. Hún hefur verið dugleg að lána mér hin ýmsu fallegu föt á Júlíu Rós.  Núna í vor fengum við bleikan Mini a ture jakka sem ég eiginlega ofnota á hana… haha ! Jakkinn er svoooo rosalega fallegur, Júlía er í honum við öll tækifæri. Langar að kaupa eins jakka í stærri stærð þegar hún vex uppúr þessum.

Angulus skór
Þegar Júlía var rúmlega eins ár og að byrja að gera sig líklega til að fara að labba fór amma mín með okkur í bæinn að skoða fyrstu skóna. Við fórum í Fló og fundum þar endalaust sæta Angulus skó.  Þessir skór eru svo vandaðir og fallegir.

Huttelihut húfan 
Við fengum þessa húfu að gjöf frá pabba mínum og konunni hans.  Elska þessa húfu, hún er svo hlý og góð.  Júlía Rós notaði þessa húfu í allan vetur, bæði í leikskólanum og með okkur.

Heklaður kragi
Nýlega heklaði ein í vinnunni hjá mér kraga á Júlíu Rós.  Við fengum reyndar tvo einn hvítan og einn ljós bleikan.  Þessir kragar eru dásamlegir, þeir passa við allt, og mér finnst sérstaklega gaman hvað þeir bæta við miklum detail yfir einlitan bol eða peysu.

Mottan 
Á fyrstu jólunum hennar Júlíu Rósar gaf móðursystir mín henni mottu í herbergið hennar úr H&M home í Hollandi.  Þessi motta er svo flott og mér finnst hún setja svo fallega mynd á herbergið hennar Júlíu.

Teppið sem tengdó prjónaði
Þegar Júlía var nýfædd gaf mamma hans Veigars henni teppi sem hún hafði prjónað. Þetta teppi er guðdómlegt alveg.  Teppið heitir danska prinsa teppið og er svo detailað og fallegt að ég á ekki orð yfir það.  Teppið notum við ennþá í dag. Stundum á veturnar ef það er kalt set ég það yfir sængina hennar Júlíu.  Annars kemur það með okkur í ferðalög, mér finnst líka rosalega gott að taka það út í bíl og leggja yfir fæturnar hennar þegar við erum að fara einhvern spöl í bílnum yfir kaldasta tíma árs.

Annars á Júlía endalaust af fallegu dóti og fötum, hún býr svo vel að eiga ömmur sem dekra hana mikið.