Það er skrítið að hugsa til þess að fyrir tæpu ári síðan hafi ég fengið símtal frá mömmu þar sem hún tilkynnti mér að minn besti vinur alla mína barnæsku,  Ingólfur Bjarni hafi fallið fyrir eigin hendi. 

Þarna stóð ég, háskælandi í miðri verslunarmiðstöð haldandi á poka úr apótekinu og í honum óléttupróf sem um kvöldið reyndist vera jákvætt.

Tæpum 9 mánuðum seinna, á 30 ára afmælisdag Ingólfs Bjarna, kom dóttir mín í heimin. 

Næsta laugardag þann 1. september verða haldnir tónleikar sem nefndir eru eftir Ingólfi Bjarna og haldnir í hans minningu

Ingólfsvaka eru styrktartónleikar sem haldnir eru til að efla baráttuna gegn sjálfsvígum.
Þeir eru haldnir til að heiðra minningu allra þeirra sem hafa kosið að kveðja þennan heim.
Markmið tónleikanna eru að efla almenna vitund um þá böl sem að sjálfsvíg eru á íslensku samfélagi.
Jafnframt því er þeim ætlað að safna fjárstyrkjum til að hindra frekari sjálfsvíg í framtíðinni ásamt því að styðja við aðstandendur sem eiga um sárt að binda.

Frábær fjölskyldudagskrá í boði frá 15-19 og síðan skemmtun fram á nótt.
Einnig verða seldir bolir til styrktar hátíðinni en hluti ágóðans rennur til Píeta. 


,,Píeta samtökin bjóða upp á þjónustu fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun. Fólk getur leitað til samtakanna og fengið viðtal við fagaðila sér að kostnaðarlausu, en hver meðferð er allt að 15 viðtalstímar. Einnig er boðið upp á þjónustu fyrir aðstandendur þeirra sem eiga ástvin í vanda og aðstandendur sem hafa misst.”

 

 

 

Félgar og vinir Ingólfs hafa margir gefið út lög í hans minningu en  viðlagið við ,,Engar áhyggjur” með Rímnaríki er sungið af Ingó

 

 

 

Guð

SEINT – ''Guð'' Feat. Ingólfur Bjarni Kristinsson. Love you and miss you my brother. This one is for you <3 /Sakna þín sárt bróðir. Þetta er fyrir þig.

Posted by SEINT on Wednesday, 30 May 2018

 

 

 

 

…Lifi ljósið