Uppskriftarbókin mín er stút full að sætabrauði sem ég fæ hjá langömmu minni.
þar á meðal er rúgbrauðs uppskrift sem er í miklu uppáhaldi og baka ég það alltaf bæði fyrir jólin og þorran.

 

Hráefni

-260 gr Rúgmjöl
-260 gr Hveiti
-260 gr Heilhveiti
-2 tsk Lyftiduft
-2 tsk Natron
-2 tsk Salt
-500 gr Sýróp
-1 líter Súrmjólk

Aðferð
Öllu blandað saman og hrært vel, Ofninn er stiltur á 95*c undir og yfir hita.  Sjálf set ég deigið í 3 stk 1. líters mjólkur fernur og baka brauðið í 8-9  tíma eins og amma gerir  en auðvitað má setja það í brauðform,

 

Þið þakkið bara ömmu lang fyrir þessa. 

þar til næst