Elsku Ísland !
Ó það sem þú gefur af þér, þetta landslag,
þessi náttúra, þessi fegurð !

Við Íslendingar erum allt of spent fyrir að ferðast erlendis og glemum fallega landinu okkar.

Við Tryggvi ferðuðumst um austur landið síðustu vikuna af sumar fríinu hjá mér. Byrjuðum ferðina á að stoppa hjá ömmu hanns Tryggva á Vopnafirði. Tókum langan  göngutúr í krúttlegum skóg þar rétt hjá. Stoppuðum á Egilsstöðum að borða á leið okkar til Hafnar í hornafirði, en þar borðuðum við á gamla Shell skálanum sem er búið að breyta í 50’diner.

 

 

Á Höfn fórum við út að borða á Pakkhúsinu þar sem við gerðum vel við okkur í víni og humri. Ég mæli klárlega með hvítvíns-rjómalöguðum  humri.

Dagin eftir kíktum við á sveitabæinn Ás sem er rétt fyrir utan Höfn, en þar fékk ég hundinn minn hana Ídu fyrir 5 árum síðan.

Seinna um kvöldið borðuðum við á stað sem heitir Íshúsð en þar borðuðum við BESTU ostabrauðstangir  sem við höfum smakkað ! Þær voru það góðar að við fórum aftur í hádeginu daginn eftir áður en við héldum ferðalaginu áfram.
ps…. náði ekki mynd þær voru svo góðar.

Eftir það var ferðalaginu haldið suður með nokkrum stoppum, Seljavallalaug, Seljalandsfoss, Hvolfsvelli og jökulsárlóni. Sváfum 2 nætur í Reykjavík og enduðum á Dalvík á Fiskideginum mikla með stoppi á hofsósi í sundi.

Við þurfum að muna eftir landinu okkar, þessari náttúruperlu sem við eigum og kunna að meta það sem það hefur upp á að bjóða.

Hér eru nokkrar myndir  af ferðalaginu okkar.

 

oxox…