Við stelpurnar skelltum okkur í samstarf með byhappyme.com sem er alveg gullfalleg netverslun með nafnamerkt snuð, æðislega gjafavöru, límmerkimiða og snuddubönd fyrir allar gerðir snuða.

Það sem heillaði okkur við síðuna var ekki bara það sem dró okkur upprunalega að henni, snuðin, heldur líka gjafavaran og allir fallegu fylgihlutirnir sem þau hafa uppá að bjóða.

Borðbúnaður, spiladósir og snuddubönd frá Smallstuff, smekkirnir og snudduböndin frá Eloide Details og náttúrulegu gúmmísnuðin frá Hevea.

Merkimiðarnir sem þau bjóða uppá eru líka alveg ótrúlega góðir og hafa þolað óteljandi ferðir bæði í þvottavél og uppþvottavél hér. 

Fallegu snuðin og keðjan sem ég pantaði frá þeim, en í viðbót er hægt að kaupa nokkrar gerðir af snudduboxum og hægt að fá þau merkt líka.
Hversu sniðugt er þetta fyrir daggæsluna þar sem aragrúi er af alls konar snuðum að hafa sitt egið box þar sem fer ekki á milli mála hver á hvað.

Við hvetjum ykkur að kíkja á þau,  og að sjálfsögðu senda þau til Íslands.

Þrítug 3ja barna móðir búsett með Konna í Svíþjóð og stjúpmamma hans Gulla míns. Fjölskyldan, uppeldi, kaffi, bækur, skipulag og almenn vitleysa er það sem skiptir mig mestu máli, en þó ekkert endilega í þessari röð!