Heimagert reykt beef jerky hljómar kanski rosalega mikið mál en trúið mér, þetta er EKKERT mál!

Við karlinn minn höfum verið að prófa okkur aðeins áfram með mareneringuna og kryddið sem við notum en í mestu uppáhaldi hjá mér er Dr. Pepper og Jalapeno…
Það kemur út hæfilega sætt og spicy svo það rífur aðeins í bragðlaukana á besta mögulega hátt! Er algjört nammi…

 

Mér datt í hug að henda hér inn uppskriftinni ef einhver ykkar vildu prófa.
Við notum reykofn til að þurrka kjötið en það er hægt að gera það í ofni og í þurrkofni (dehydrator) líka.

Persónulega veljum við alltaf flankasteikina og kaupum hana niðurskorna af fagmanni. Kemur einfaldlega best út og ef þú segir honum í hvað þú ætlar að nota kjötið færðu bestu útkomuna.
Skoðaðu vel kjötið áður en þú kaupir það því lítil sem engin fita má vera á því og kjötið ætti að vera skorið rétt, en það fer eftir því hvaða part af nautinu þú ætlar að nota og þess vegna mæli ég með fagmanni í verkið .

 

 

Uppskrift

1-1,5 kg nautakjöt skotið í þunnar sneiðar

Marenering :

500ml Dr. Pepper (líka hægt að nota Pepsi ef þú ert ekki hrifinn af kanelbragðinu)
2 jalapeno skorin niður
1 msk Worchestershire sósa
2 msk Kosher salt
2 tsk svartur malaður pipar
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk laukduft

Aðferð:

Í miðlungsstórum potti blandaðu saman öllu innihaldi mareneringarinnar og láttu sjóða í um það bil 10-15 mínútur eða þar til vökvinn hefur soðið niður um helming. Ættir að enda með ca 250 ml af mareneringu.
Láttu kólna algjörlega algjörlega

Settu kjötið og mareneringuna í stóran ZipLoc poka og blandaðu vel.
Settu pokan í ísskáp og þar er hann látin liggja í 8-10 klukkustundir eða yfir nótt.

Hitaðu reykofninn eða ofninn upp í ca. 70°C

Taktu kjötið úr pokanum og þurrkaðu af því mestu mareneringuna með pappír og leggðu svo kjötstrimlana á ofn- eða grillgrindina og láttu eldast í 2-3 tíma (Fer þó algjörlega eftir hversu þykkar sneiðarnar eru , gæti tekið allt upp í 5 tíma)

Fylgstu vel með kjötinu eftir fyrsta klukkutíman til að sjá hvort það eldist ekki jafnt og þétt.
Þú vilt kjöt sem hægt er að beygja örlítið og rífa auðveldlega en samt ekki þannig að það sé blautt. Ef þú beygir kjötið og það brotnar þá hefurðu eldað það aðeins of lengi.

Settu  tilbúið eldað kjötið í ZipLoc poka á meðan það er ennþá volgt en ekki loka pokanum alla leið. Kjötið gefur frá sér raka sem mýkir kjötið og gerir það enn betra.

Kjötið geymist  í 3-4 daga á borðinu en allt uppí 2 vikur í ísskáp, eða svo er mér sagt. Hef aldrei átt það til svo lengi!