Núna á dögunum ferðaðist ég til Texas að heimsækja fóstur afa minn. Hann hefur búið þar síðan ég man eftir mér með Konu sinni og tveimur yngstu börnunum.

Flugum út með American airlines í beinu flugi, það tekur 8 tíma. Um borð voru allir drykkir og allur matur Innifalinn. Furðulega gott miða við flugvéla mat, en ekki jafn gott á leiðinni til baka. Kanski vorum við bara heppin á leiðinni út.

Þegar út var komið löbbuðum við á vegg, 47*c. Það er sko ekki djók. þessa 10 daga sem við vorum úti var meðalhitinn 41*c. en hitabylgja gékk yfir.

Afi býr í risastóru einbýlishúsí með 8 herbergjum utan við stofur og eldhús. Með hverju svefnherbergi er fataherbergi og sér baðherbergi. Þau búa aðeins 4 þarna úti svo við fengum öll sitt hvort herbergið. Það er sundlaug og pottur í garðinum en þar var ég alla morgna í 1-3 tíma, ekki möguleiki að lyggja úti eftir hádegi hitinn varð svo mikill.

Kósý tónlist, sólbað og eittt hvítvíns glas í hönd, það gerist ekki mikið betra.

Við versluðum slatta. Eyddum heilum degi í outlet verslunar miðstöð sem heitir Grapevine Mills, en auðvitað fórum við líka í Target, Wallmart og Bestbuy það er eiginlega skilda í Bandaríkjunum.

Einnig fórum við í Sam Moon sem er risa fylgjuhluta verslun, mæli klárlega með henni. Þar keypti ég heilan helling !
En að máli málana, SEPHORA! Enginn förðuarfræðingur eða bara kvennmaður yfir höfuð fer ekki erlndis nema í þessa verslun. Nokkrum þúsundköllunum fátækari eftir þá ferð en allt þess virði.

Matur, MATUR, ef þú þekkir mig eitthvað þá elska ég mat og þá séstaklega góðan mat. Ef þú ferð til Texas þá þarftu að borða á Asian Mint. Vá þessi matur var fullkominn þa séstaklega shusi-ið, Tuna Tower úff það var næsta level.
Einnig prufaði ég Afríska matargerð sem ég var mjög spent að prufa en fanst það nú ekkert séstaktakt og enduðum við á Burger King. Samt sem áður er ég mjög spent að prufa aftur bara á öðrum stað.

Heilt yfir átti ég yndislegar stundir með föður fjölskyldunni og naut þess í botn.

Hér eru nokkrar myndir því 1 mynd segir þúsud orð.

 

Þar til næst !