Nú á ég þrjú börn sjálf og eitt bónusbarn og hef því verið meðlimur í allskonar mömmuhópum á facebook og fylgst með mörgum umræðunum en ein umræða poppar alltaf upp annarslagið og það er
“Hvað kom ykkur mest á óvart eftir að þið áttuð börnin ykkar?”

Það er kanski klisjukennt að segja en það koma mér í alvörunni á óvart hversu lítin tíma ég hef fyrir sjálfa mig en á sama tíma hversu viljug ég er að gefa þann tíma frá mér.  Börnin mín skipta mig mestu máli og allt sem þeim kemur við.
Ég er ekki að segja að ég fái aldrei tíma fyrir sjálfa mig, ég passa alveg uppá það, en aðrir hlutir urðu bara fljótt mikið mikilvægari.
Og hvern er ég að plata, ég hef kanski orku í maska og hálfan þátt á Netflix áður en ég er sofnuð í sófanum

Skipulag er eitthvað sm ég var aldrei neitt roslega hrifin af, fannst það óþarfa vitleysa en eftir að ég varð mamma gerist hreinlega bara ekki neitt nema ég sé með skipulagið á hreinu. Heimilisstörfin, læknatímar, skiptitaskan, nesti fyrir útiveru og bílferðir, kvöldrútína og morgunverkin. Ef þetta væri ekki niðurneglt einhverstaðar gengi ég um eins og hauslaus hæna, mundi aldrei mæta neitt á réttum degi og aldrei muna eftir neinum afmælum!

Þvotturinn. Það er sama hversu lítið af fötum mér finnst börnin mín eiga og nota og sama hversu lítið af nothæfum fötum ég á, þvotturinn klárast ALDREI.  Ef mér tekst einhverntíma að sjá í botnin á körfunni get stólað á að hún verður hálf næsta kvöld.

Við maðurinn minn þurfum að bóka stefnumót með hvoru öðru með fyrirvara. Það þarf að redda pössun, ákveða stað og stund og koma sér út úr húsi sómasamlega útlítandi, crocks eru bannaðir á stefnummóti.

Kaffi er nauðsyn, og það sama á við gott súkkulaði. Ég kemst alveg skuggalega langt á því einu

En að öllu gríni slepptu, það sem kom mér mest á óvart var hversu mikil fegurð getur leynst í litlum skítugum rassálfi með hor ♥