Ég verð að viðurkenna að ég stend mig stundum að því að vera að plana langt fram í tímann.
Ákveða hluti sem munu gerast á næstu árum í stað þess að staldra aðeins við og njóta.
Plana framtíðina, hvar ég ætla að búa, hvernig vinnan mína verður og hvað barnið/börnin mín gera.
Ég sit hérna í sveitinni minni þegar ég er að skrifa þetta, sveitinni þar sem ég var sem barn og þá hellist yfir mann
hvað tíminn líður hratt. Hvað maður er allt í einu orðin stór og allt breyst.
Hversu mikið mér lág á að verða stór í stað þess að njóta barnæskunnar og frelsisins frá allri ábyrgð.
Maður einhvernvegin sogast inn í lífið, rútínuna og svo áður en maður veit af er ég orðin fullorðin. Í vinnu, komin í sambúð og á barn.
Ég á litla dásamlega gersemi sem er nýlega orðin tveggja ára samt var hún bara að fæðast í gær.
Hún kemur mér á óvart á hverjum einasta degi, það er svo magnað hvað við lærum á fyrstu árunum okkar.
Hreyfingar, málþroski og karakterseinkenni sem byrja að myndast og þróast. Ég er svo þakklát að hafa fengið tækifæri á
þessu hlutverki að vera mamma.

Það sem ég er að reyna að koma frá mér er að ég og allir aðrir ættum kannski að hætta að liggja lífið á og staldra aðeins við og njóta.
Síðustu ár hafa mikið af ungu fólkið dáið. Það sýnir manni hvað lífið er verðmætt.
Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, stoppum, lifum, njótum.
Eyðum tíma með fjölskyldu og vinum. Leggjum frá okkur síma(það á sérstaklega við um mig) og gerum eitthvað með fólkinu okkar.
Ég ætla í það minnsta að setja mér markmið um að minnka notkun farsíma og reyna að njóta tímans með Rósinni minni því hún er alltof fljót að stækka.