Já getur það verið að fyrsta ráðið mitt og á sama tíma það uppáhalds tengist klaffi á einhvern hátt.
En besta leiðin til að hreinsa kaffikvörnina er að kvarna í henni gróft salt. Skilar henni líka svona glansandi og fínni! Og saltið skemmir ekki hnífin


Hatar þú ávaxtaflugur jafn mikið og ég?… Skelltu eplaediki í skál og nokkra dropa af uppþvottalegi útí. Þær dragast að edikinu en drukna í sápunni.
Já eða þú getur líka náð þér í nokkrar appelsínur, stungið í þær negulnagla og þá ertu laus við þær að eylífu. Og ég sem hélt að þær væru bara notaðar sem jólaskraut.


Straujaðu gróft salt á álpappír ef straujárnið þitt er orðið blettótt og brunnið.


Settu nokkra dropa af uppáhalds ilmolíunni þinni á bómullarhnoðra og komdu honum fyrir við filterinn í ryksugunni þinni. Þannig dreifir þú lyktinni um heimilið á meðan þú rykugar


Ég endurnýti allar góðar krukkur sem ég fæ en oft situr eftir í þeim lyktin af því sem var í henni áður eins og til að mynda lyktin af súrum gúrkum og rauðkáli.
Þá finnst mér best að skola krukkuna vel, setja svo í hana ca matskeið af sinnepi og vatn, hrista vel og lyktin ætti að vera horfin


Settu matarsóda í skál og komdu henni fyrir neðst í ísskápnum. Matarsódinn dregur í sig raka og vonda lykt. Ég set skálina í ávaxta-og grænmetisskúffuna og það er magnað hversu lengi maturinn helst ferskur.


Ef mikill raki er í loftinu þar sem þú býrð eða ef þú býrð í gömlu viðarhúsi eins og við þá ættir þú að þekkja rakalyktina og þessa þungu geymslulykt sem getur komið af fötunum og sængurverum sem bíða lengur en annað inni í skáp.
En til að koma sem best í veg fyrir hana geturðu bundið saman nokkrar krítar, já þessar gömlu góðu, og hengt inn í skápin hjá þér. Þær draga í sig rakan og koma þannig í veg fyrir að hann setjist í fötin og lyktin festist.


Ekki stressa þig þó þú hellir á gólfið einhverju erfiðu eins og pizzasósu. Stráðu hveiti á blettinn, leyfðu því að draga í sig vökvan og sópaðu svo „sullið“ í burtu


Ef þið, eins og ég, eruð með ekta viðarparket þá vitið þið að það geta vel komið í það sprungur sem leiðinlegt er að eiga við en einhverstaðar heyrði ég um eina sem bræddi vaxliti ofaní sprungurnar með því að skafa af litinum og bræða með hárblásaranum. Þegar vaxið var orðið kalt þurrkaði hún yfir með microfiberklút. Gæti komið svolítið töff út hvort sem þú setur vax í svipuðum lit og parketið eða ferð út fyrir ramman og setur kanski grænan eða fjólaubláan.


En talandi um vaxliti þá er lítið mál að ná þeim af óæskilegum stöðum með barnaolíu


Til að fá sem fallegastan glans á stálið í eldhúsinu blandið saman í spreybrúsa 1 parti af ediki við 2 parta af vatni og kreistu af sítrónu.
Eða þið getið skorið greipávöxt í helminga og nuddað yfir stálið með grófu salti. Þurrkið svo af og ég lofa ykkur að þið verðið hissa. Líka frábært að nota á baðkör þar sem vatnið hefur sest fast og komnar eru rákir.


Næsta ráð er ekki fyrir hvaða nef sem er… En besta leiðin til að ná föstum vatnsblettum úr hraðsuðukatli eða þessum af gömlu týpunni er að sjóða í honum vatn og bæta út í það jafn miklu ediki og láta sitja í yfir nótt. Öll skán og drulla ætti að leysast upp og hverfa.
Til að flýta þessu er líka hægt að sjóða edikið beint í katlinum en ég persónulega legg ekki í það, nógu slæm finnst mér lyktin af edikinu blönduðu í sjóðandi heitt vatn, hvað þá að finna gufurnar af hreinu ediki þegar það sýður


Það var ekkert að ástæðulausu sem ömmur okkar og langömmur hengdu þvottinn út á sólríkum degi. Það var ekki bara vegna plássleysis inni við eða raka.  Ég vellti því oft fyrir mér þegar ég fór fyrst að búa hvernig langömmu tókst að halda rúmfötunum svona hvítum og blettalausum og lausnin var ekkert eins flókin og ég bjóst við.
Sólin.
Sólin er besta meðal við blettum sem fyrirfinnst.
Næst þegar sólin lætur sjá sig, skelltu þá í rúmfatavél og hengdu út. Og það sama á við um ungbarnafötin og taubleijurnar sem verða oft hálf gular af slefinu og gubbinu.
Spreyja smá sítrónusafa í blettinn og beint í sólina!


Jæja ég vona að þið hafið grætt eitthvað á þessum ráðum mínum… mér allavegana finnst þau æði!