850 g hveiti
100 g sykur
150 g smjörlíki
5 dl volg mjólk
1 tsk salt
50 g pressuger eða 5 tsk þurrger

Hellið volgri mjólkinni í hrærivélarskál og bætið útí gerinu og 1tsk sykri.
Pískið saman og látið standa þar til gerið fer að freyða.
Bætið saman við bræddu smjörlíkinu og þurrefnunum og hnoðið vel.

Leggið blautt viskastikki yfir skálina og látið deigið hefast í 40-60 mínútur eða þar til deigið fyllir svo gott sem skálina
Fletjið út, smyrjið með bræddu smjöri/smjörlíki og stráið yfir kanelsykri.
Líka gott að setja sultu og kanel eða jafnvel súkkulaðismjör.
Fletjið úr deiginu, rúllið upp og raðið snúðunum á plötu.
Mér finnst alltaf best að láta snúðana lyfta sér aðeins meira á plötunni áður en þeir fara inn í ofn, verða mikið léttari.
Bakist í ca.10 mínútur á 200-220°C

Ég nota þesa uppskrift mjög mikið og takmarka hana sko alls ekki við snúðana. Hún er æði í brauðstangir, pizzu og skinkuhorn líka og ég minnka þá bara aðeins sykurmagnið. Það er líka ótrúlega gott að blanda í deigið kryddi þegar það er notað í pizzabotn hvort sem það er tilbúið pizzakrydd, hvítlaukskrydd eða einfalldlega oregano

 

Og fyrir ykkur sem hafið áhuga þá hef ég gert þá algjörlega mjólkurlausa líka, notaði þá mjólkurlaust smjörlíki og haframjólk. Voru bara betri ef eitthvað er!