Nú þegar allir eru komnir í sumarfrí og heima allan daginn alla daga fannst mér alveg nauðsynlegt að setja niður á blað svona hvernig dagarnir líta út hjá bæði mér og  krökkunum.

Það er eitt að vera ein með þau á daginn og vita nákvæmlega hvað þarf til að heimilið endi ekki í algjöru volli og ringulreið, ég veit náhvæmlega hvað þarf að gera og hvenær en það er annað mál þegar allir eru heima, börnin verða 4 næstu vikurnar en ekki bara 3 og karlinn heima líka.  Þá er svo ósköp þæginlegt að hafa þetta allt saman innrammað uppi á vegg.

Ég er líka með hvern dag skipulagðan þegar kemur að þrifum því annars gleymist alltaf eitthvað og einhver partur af húsinu hefur ekki verið þrifinn allt of lengi, eins og fataherbergið eða gestaherbergið, já tölum ekki um það!

Ég er skipulagsfíkill og ef ég er ekki með allt skrifað niður þá finnst mér eins og dagurinn gangi bara hreinlega ekki.
Þetta verður klárlega ekki seinasta skipulagsplaggið sem ég deili með ykkur. Þyrfti að sýna ykkur dagbókina mína við tækifæri… Þarf að prófa þetta Bullet Journal því ég finn aldrei neina dagbók sem henta mér 100% og er alltaf með allt úrkrotað og fullt af miðum um allt. Skellum því á miða!! Kanski efni í annað blogg.

Hér fyrir neðan getið þið nálgast þrifadagatalið okkar og ég vona að þið fáið allavegana einhverja hugmynd að ykkar eigin. Án þess að hafa þetta svona færi heimilið og allir sem á því búa í bölvaða vitleysu bara.

Heimilisþrif

 

 

Vona að sumarfríið fari ágætlega með ykkur.

Ella Karen