Hver elskar ekki að hafa lifandi blóm heima við ?

en þola ekki hvað þau eru fljót að deyja.

       Ég var allavega einn af þeim áður en ég byrjaði að vinna í blómabúð. Til að fá sem lengsta endingu af afskornum blómum eru til nokkur ráð. First og fremst skiptir mjög miklu máli að blómavasinn sé vel hreinn. Gott er að þrífa þá með klór  inn á milli.

hreinn vasi = lengri líftími

Í miklum hita vistna blómin fyrr, þau endast lengst í ca 10-15* hita. stofu hiti er yfirleitt um 27* og því gott að hafa þau við glugga ef ekki er mikil sól. Best er að skera örlítið neðan af blómunum og skipta um vatn á ca. 3 daga fresti. Þetta á við um flest afskorin blóm.

Rósir:

• Ská skurður ca 1cm langur
• Volgt vatn í vasanum
• Þurfa næring í vatnið

Rósin er með viðkvæmari blómum og því erfiðast að halda henni á lífi. Of kalt eða of heitt loftslag getur  rósin  farið í sjokk og dáið nánast samstundis, engin undan komu leið.

 

Túlípanar:

• Skera beinan skurð
• Silfur peningur í botninn
• Þurfa ekki næringu í vatnið
• Ca. 3. cm kalt vatn í vasann
–( Túlípanar eru eins og drykkju menn, því meira sem þú gefur þeim því fyrr deyja þeir)

Ef tulipanarnir þorna og leka niður er i flestum tilvikum nóg að skera neðan af þeim og setja í volgt vatn svo þeir reisa sig við aftur. Túlípanar eru árstíðarblóm og fást frá nóvember framm yfir páska.

krusi/krísa:

 

Er mjög sterkt blóm og þolir því mikið “hnjask” og stendur lengi, þarf ekki næringu í vatnið en skaðar þó ekki blómin þó hún sé.
Krusi er alheiti yfir mjög margar tegundir af sama blóminu.

Tips frá ömmulang !

Til að blómin lifi sem lengst. 50/50 vatn og tonic vatn í vasann í stað næringar. Á um öll afskorin blóm nema túlípana.

þar til næst –

Guðbjörg