Prentsmiður er vefverslun með mikið úrval af skipulagi og skemmtilegum veggspjöldum.
Prentsmiður selur sínar vörur einnig í versluninni Punt og prent,
sem er staðsett í Glæsibæ.

Í samstarfi við Prentsmiður völdum við Bjarndís okkur skipulag og veggspjald með ,,quote” sem við vildum.
Við völdum báðar mánaðaskipulag. Þetta skipulag hentar mér fullkomlega, allur mánuðurinn inná svo hægt er að merkja inn viðburði eða afmæli. Einnig er vikumatseðill ásamt innkaupalista og auka reitur ef það er eitthvað sem maður vill bæta við.
Ég valdi það sem er í ramma því skipulagið er bara svo rosalega flott og stílhreint, skreytir heimilið 🙂

Veggspjaldið með ,,quoteinu” kemur ótrúlega vel út á kommóðunni inni í stofu hjá mér við hliðina á skipulaginu. Textinn hefur meiningu fyrir mér og því er æðislegt að geta horft á hann á hverjum degi.
En hægt er að gera panta sitt eigið veggspjald því Prentsmiður hannar og prentar eftir sérpöntunum.

Það er svo margt fallegt á síðunni hjá þeim. Ég er líka mjög spennt fyrir starfrófinu inn í herbergi til hennar Júlíu Rósar,
auk þess að umbunarkerfið sem er segull er algjör snilld núna þegar við erum að fara að leyfa henni að fikra sig áfram í koppamálum.

Endilega skoðið síðuna Prentsmidur.is

Með afsláttarkóðanum
– komfort
Fáið þið 10% afslátt hjá Prentsmidur.is
ATH. Gildir þó ekki með öðrum útsöluvörum