Veigar hefur lengi talað um það að honum langi í pizza stein á grillið til að grilla pizzu.  Á afmælinu hans í lok apríl var hann svo heppinn að fá pizza stein úr Grillbúðinni.  Við höfum því síðan þá verið að prófa okkur áfram með að grilla pizzur.  Á afmælisdaginn hans grilluðum við pizzur og svo aftur þegar Júlía átti afmæli.  Þá grilluðum við pizzur fyrir rúmlega 10 manns og gekk það rosalega vel.  Ég ákvað því núna um helgina að taka myndir af því sem við gerðum til að deila með ykkur J  Við höfum ekki ennþá lagt í það að búa til okkar deig í pizzurnar svo við höfum keypt deig í IKEA sem er bæði ódýrt og mjög gott.  Einnig selur IKEA allt í pizzugerð, deig, sósu, álegg og meira að segja brauðstangaolíu og maiskurl.  Við gerðum bæði brauðstangir og pizzu.  Ég ætla að deila með ykkur í þrepum hvað við gerðum.  Þetta er hráefnið sem við notuðum.

Brauðstangir


Við byrjuðum að á að gera brauðstangirnar.  Við flöttm út deigið og settum brauðstangaolíu á allt deigið eins og sést á myndinni, síðan settum við rifinn ost á helminginn og brutum deigið saman.  Við settum einnig brauðstangaolíuna á báðar utanverðar hliðar deigsins og skárum síðan með pizzuskeri i deigið.
Deigið er síðan sett á steininn á grillinu sem er stillt á ca. 200°C.  Þar sem að deigið er frekar þykkt samanbrotið þarf að passa að skera vel í deigið og baka það í ca 5-6 mín.


Við settum síðan örlítið af brauðstangaolíu utan á brauðstangirnar eftir að við tókum það af grillinu og borðuðum brauðstangirnar síðan með pizzu sósu, en mig langar að benda á að það er líka rosalega gott að borða þær með pastasósu úr dós með ,,garlic and basil‘‘ bragði.  Þetta eru alveg æðislega góðar brauðstangir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Pizza
Við flöttum út deigið,það hjálpaði mikið að nota maískurl.  Síðan er sósa og álegg sett á, við bættum einnig við smá brauðstangaolíu á kantana eins og sést á myndinni.  Pizzan var á steininum í u.þ.b. 5 mínútur og síðan tekin af grillinu með spaða sem fylgdi pizzasteininum.  Við notuðum bökunarpappír undir pizzuna á steinum til að byrja með því það var erfitt að koma henni af bökunarpapprínum meðan hún var ennþá alveg hrá.  Um leið og botninn byrjaði að bakast gátum við lyft pizzunni og notað spaðann til að fjarlægja pappírinn.

Síðan setjum við chilli bernaise frá Hamborgarafabrikkunni ofan á pizzuna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Loka útkoman af brauðstöngunum og pizza var alveg sjúklega góð, mæli með því að allir prufi svona í sumar.