Ég datt inná grgs.is og fann þar uppskrift af sætkartöflu panini,
og ákvað að ”stela” þessari hugmynd af panini og hafa í kvöldmat.

En það sem þarf í panini’ið er eftirfarandi

– Polarbröd
– hálf sæt kartafla
– Salt
– Pipar
– Karrý
– olía
– Chili Bernaise
– Rauðlaukur
– Avocado
– Tómatur
– Spínat
– Fetaostur
– Kjúklingur

photo_2018-05-12_13-19-04 (2)
photo_2018-05-12_13-19-03
photo_2018-05-12_13-19-02
photo_2018-05-12_13-19-03 (3)

Ég byrjaði á því að skera sætu kartöfluna í örþunnar sneiða,
setti 2 msk af olíu í skál, dass af salti, pipar og karrý kryddi í skálina
og velti síðan kartöfluni uppúr þessari blöndu.
Setti á eldfast mót og inní ofn í sirka 8-10 mínútur.
Síðan tók ég polarbröd’ið og skar langsum,
Setti smá af chilibernaise á annan helminginn af brauðinu,
Raðaði niðurrifni kjúklingabringu á brauðið, lauk, tómat og fetaost
og lokaði eins og samloku, og skellti í brauðgrillið í nokkrar mínútur.
Þegar ég var buin að grilla brauðið tók ég það í sundur og setti spínat, og avocadoið á, ásamt því að ég setti smá meira af chili bernaise.

photo_2018-05-12_13-19-04
photo_2018-05-12_13-19-01 (2)
photo_2018-05-12_13-18-54
photo_2018-05-12_13-19-02 (2)

Maður getur leikið sér endalaust með þessar hugmyndir,
næst langar mig að prufa að gera chili pestó, sólþurrkaðir tómatar,
fetaostur og kjúklingur, ásamt fersku grænmeti !

Ég er tveggja barna móðir, Ég er einkaþjálfari og sjúkraliðanemi, mín helstu áhugamál eru hreyfing, ljósmyndun og eldamennska !